Í­búarnir sem bensín­sprengjan á Freyju­götunni beindist lík­legast að fluttu út fyrir þremur vikum síðan, sam­kvæmt nú­verandi í­búum hússins. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem reynt hefur verið að kveikja í húsinu.

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að bensín­sprengju hafi verið kastað í hús á Freyju­götu. Mikil ólga hefur verið í undir­heimunum síðustu daga og er talið lík­legt að bensín­sprengjan á Freyju­götu hafi verið hefndar­að­gerð fyrir aðra slíka eld­sprengju í Úlfars­dal.

Frétta­blaðið hafði heimildir fyrir því að mennirnir hefðu farið hús­avillt í sínum að­gerðum og hafa í­búar í húsinu nú stað­fest það.

Í­búðin sem þeir bjuggu í er tóm að sögn íbúa í húsinu og því gernings­mennirnir með gamalt heimilis­fang.

„Þetta er svo hættu­legt fyrir alla aðra íbúa í húsinu“

„Þetta er ömur­legt. Þetta er ekki bara ein árás það eru komnar núna þrjár á­rásir á húsið núna,“ segir íbúi sem vill ekki láta nafn síns getið. „Það voru líka svona eld­sprengjur,“ segir hann.

„Þetta er svo hættu­legt fyrir alla aðra íbúa í húsinu. Það er ekki eins og þetta beinist að einum aðila. Maður eigin­lega bara farinn að vakta húsið og ég vildi helst alltaf vera með lög­regluna hérna fyrir utan en það er svo­sem ekki í boði,“ segir í­búinn.

Hann þakkar fyrir að ekki hafi kviknað í húsinu þar sem hann svaf í gegnum öll lætin.

„Ég svaf í gegnum þetta allt saman þannig hefði það komist eldur inn þá hefði vonandi ein­hver annar tekið eftir því,“ segir í­búinn að lokum.

Fréttablaðið hefur undir höndum myndband að því þegar bensínsprengjunni var kastað sem má sjá hér fyrir neðan.

Það sést vel á húsinu hvar bensínsprengjan sprakk.
Fréttablaðið/Ari