Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning um líkams­á­rás um hálf þrjú í kvöld í mið­bænum. Um var að ræða tvo unga menn sem höfðu ráðist á ölvaðan eldri mann, er kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Að sögn vitna hafi mennirnir barið eldri manninn og sparkað í höfuð hans þegar hann lá á götunni. Annar á­rása­r­aðilinn var hand­tekinn og vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu. Á­rásar­þoli var fluttur með sjúkra­bíl á Bráða­deild en ekki er vitað um á­verka.

Þá var fyrr um kvöldið til­kynnt um stórt ung­linga­partý í Kópa­vogi, hverfi 200. Húsið var sagt troð­fullt með um tvö hundruð ung­mennum og tómum á­fengis­um­búðum á við og dreif. Manneskjan sem hélt partýið er sex­tán ára. Ung­mennin yfir­gáfu húsið þegar for­ráða­maður eða hús­ráðandi kom á vett­vanginn.