Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu um líkams­á­rás í Kópa­vogi klukkan hálf sex í gær en maður hafði þá meðal annars veitt á­rásar­þola á­verka á hendi og bringu. Hann var farinn af vett­vangi þegar lög­regla kom.

Um 40 mínútum síðar fékk lög­regla aðra til­kynningu um líkams­á­rás í Kópa­voginum en þá höfðu fjórir menn ráðist á manninn sem var sakaður um líkams­á­rásina fyrr um kvöldið og unnið skemmdir á bíl hans.

Að því er kemur fram í dag­bók lög­reglu var maðurinn fluttur á bráða­deild til að­hlynningar en hann var hand­tekinn og vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Stöðvuðu ökumenn og fengu tilkynningar um þjófnað

Alls voru fimm öku­menn stöðvaðir í um­dæminu sam­kvæmt dag­bók lög­reglu, ýmist fyrir akstur undir á­hrifum eða hrað­akstur en í einu til­fellinu var um að ræða 17 ára ung­menni sem var á 113 kíló­metra hraða á Kringlu­mýra­brautinni þar sem há­marks­hraði er 80 kíló­metrar.

Þá hafði lög­regla af­skipti af öku­mönnum tveggja bíla í Hlíða­hverfinu þar sem þeir voru grunaðir um sölu og kaup fíkni­efna en báðir sögðust vera að kaupa fíkni­efni sem fundust í öðrum bílanna.

Einnig fékk lög­regla tvær til­kynningar um þjófnað, annars vegar í Austur­stræti og hins vegar í Kópa­vogi, þar sem brotist var inn í bíla­geymslu en þar var skápur spenntur upp og verk­færum stolið.