Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók tvo menn á tíunda tímanum í gær­kvöldi eftir að til­kynnt var um líkams­á­rás á veitinga­húsi í hverfi 108. Mennirnir voru vistaðir í fanga­geymslu lög­reglu vegna rann­sóknar málsins en ekki er vitað um á­verka á­rásar­þola.

Eig­andi bif­reiðar í mið­borg Reykja­víkur óskaði svo eftir að­stoð lög­reglu á öðrum tímanum í nótt vegna manns sem hafði farið inn í bif­reið hennar og sofnað í aftur­sætinu. Lög­reglu­menn vöktu manninn og vísuðu honum út úr bif­reiðinni.

Á tíunda tímanum í gær­kvöldi var til­kynnt um inn­brot í bif­reið í Breið­holti. Búið var að brjóta rúðu í bif­reið þar sem henni var lagt í bíla­stæði við fjöl­býlis­hús. Náði þjófurinn að stela far­síma og hleðslu­banka.

Um svipað leyti stöðvaði lög­regla bif­reið í Ár­bænum. Öku­maðurinn, 17 ára, er grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna. Málið var unnið með að­komu for­eldra og til­kynningu til Barna­verndar.

Loks var til­kynnt um þjófnað úr verslun í Breið­holti á ellefta tímanum í gær­kvöldi. Maður náði að hlaupa út úr verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Öryggis­vörður fór á eftir manninum og náði meðal annars af honum þvotta­efni, að sögn lög­reglu. Maðurinn missti einnig far­síma sinn er öryggis­vörðurinn reyndi að stöðva hann.