Þrír að­il­ar réð­ust á aldr­að­an ein­stak­ling í Laug­ar­daln­um síð­deg­is með bar­efl­um og stál­u af hon­um ýms­um mun­um. Þeir brut­u gler­aug­u hans og börð­u til ó­bót­a og lá hann í blóð­i sínu er lög­regl­u bar að garð­i. Þett­a kem­ur fram í dag­bók lög­regl­u og þar seg­ir að hún líti mál­ið mjög al­var­leg­um aug­um og vit­að sé hverj­ir stóð­u að baki á­rás­inn­i.

Um klukk­an hálf fimm síð­deg­is kom að­il­i inn í versl­un í Árbæ og hafð­i þar í hót­un­um við starfs­fólk og við­skipt­a­vin­i. Lög­regl­a var köll­uð til en hann hlýdd­i ekki fyr­ir­mæl­um henn­ar og var hand­tek­inn og vist­að­ur í fang­a­klef­a.

Upp úr klukk­an sex barst lög­regl­u til­kynn­ing um að ök­u­mað­ur hefð­i ekið af stað frá bens­ín­stöð með bens­ín­dæl­un­a enn í bíln­um. Við nán­ar­i eft­ir­grennsl­an lög­regl­u kom í ljós að um akst­ur und­ir á­hrif­um vím­u­efn­a var að ræða.

Ekið var á hjól­reið­a­mann í Kóp­a­vog­i rétt fyr­ir klukk­an fimm en hann hlaut ó­ver­u­leg meiðsl­i. Lög­regl­a seg­ir að hjálm­ur hans hafi skipt þar mikl­u.