Vagn­stjóri Strætó varð fyrir árás af hendi far­þega 19. maí síðast­liðinn á enda­stöð vagnsins við Hof á Akur­eyri eftir ferð frá Reykja­vík. Far­þeginn hafði á­samt ferða­fé­laga sínum verið til vand­ræða stóran hluta ferðarinnar frá Reykja­vík að sögn bíl­stjórans. Annar þeirra var skilinn eftir á Blöndu­ósi en kom aftur inn í vagninn í Varma­hlíð eftir að lög­regla óskaði eftir því að vagninn biði meðan hún skutlaði manninum um 60 kíló­metra frá Blöndu­ósi.

Í veikindaleyfi með svima og vanlíðan

Bíl­stjórinn, Tomasz, er nú í veikinda­leyfi í að minnsta kosti tvær vikur og lýsir miklum svima og van­líðan eftir á­rásina. „Ég veit ekki hversu oft hann kýldi mig. Ég sat í bíl­stjóra­sætinu og hann kýldi mig. Ég má ekki kýla á móti og því reyndi ég að verja mig. Svo hætti hann en kom aftur stuttu seinna með vini sínum og þeir réðust á mig saman,“ segir Tomasz og að enginn tuttugu far­þeganna hafi hjálpað.

Arn­fríður Gígja Arn­gríms­dóttir, hjá lög­reglunni á Norður­landi eystra, stað­festir að á­rásin sé til rann­sóknar hjá em­bættinu.

„Ég sat í bíl­stjóra­sætinu og hann kýldi mig. Ég má ekki kýla á móti og því reyndi ég að verja mig. Svo hætti hann en kom aftur stuttu seinna með vini sínum og þeir réðust á mig saman.“

Var skilinn eftir og fékk far með Blönduós-löggunni

Pétur Björns­son, hjá lög­reglunni á Norður­landi vestra, segir boð hafa komið frá fjar­skipta­mið­stöð um vega­lausan mann.

„Hann sagðist hafa misst af strætó á meðan hann keypti sér pylsu og varð­stjórinn á­kvað, því það var bíll þegar á leið til Skaga­fjarðar, að hann gæti fengið far,“ segir Pétur.

Hann segir að lög­reglan leggi það ekki í vana sinn að skutla fólki heldur hafi þetta verið gert sem greiði við manninn.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Strætó hafði lög­reglan sam­band við stjórn­stöð Strætó vegna far­þegans sem varð eftir á Blöndu­ósi. Lög­reglan væri á sömu leið og vildi koma honum aftur um borð.

Guð­mundur Heiðar Helga­son, upp­lýsinga­full­trúi Strætó, segir að sam­starf við lög­regluna hafi alltaf gengið vel og því hafi stjórn­stöð á­kveðið að biðja vagn­stjórann um að bíða. Hann segir lög­regluna hafi aldrei beðið um slíkt áður. Málið hafi vakið nokkra undrun. At­vikið verði skoðað nánar hjá stjórn­endum Strætó.

Guðmundur Heiðar segir beiðni lögreglu um að láta strætó bíða hafa vakið nokkra undrun. Málið er nú til skoðunar hjá stjórnendum Strætó.
Fréttablaðið/Stefán

„Vanda­málið byrjaði í Blöndu­ósi“

„Vanda­málið byrjaði í Blöndu­ósi,“ segir Tomasz og að sem strætis­vagn­stjóri þurfi hann að fylgja strangri á­ætlun. Hann út­skýrir að hann hafi verið á Blöndu­ósi þegar einn far­þeginn segir honum að hann þurfi að fara á klósettið. Hann leyfir það en segir honum að flýta sér og minnir hann á að það eru aðrir far­þegar að bíða.

„Ég fann af honum alka­hól­lykt en vildi ekkert vesen þannig ég sagði honum að flýta sér,“ segir hann og að svo stuttu síðar hafi annar far­þegi, sem var með hinum í för, farið út og farið að kaupa sér pylsu. Þá hafi verið liðinn nokkuð langur tími og því hafi Tomasz til­kynnt manninum að hann gæti ekki beðið lengur og ók af stað.

Vinur hans sem eftir var í strætis­vagninum reiddist við þetta og bað hann að stöðva vagninn sem hann sagðist ekki geta gert. Hann verði að halda á­ætlun. Vininum sé frjálst að borða pylsu en að hann geti ekki beðið eftir honum.

„Ég varð að halda á­fram að keyra til Akur­eyrar og stjórn­stöð sagði þá við mig að ég væri að gera rétt,“ segir Tomasz.

„Ég varð að halda á­fram að keyra til Akur­eyrar og stjórn­stöð sagði þá við mig að ég væri að gera rétt.“

„Svo þegar ég er kominn í Varma­hlíð þá heyri ég aftur í stjórn­stöð sem segir mér að bíða því að lög­reglan hafi haft sam­band og að þau séu að skutla far­þeganum sem ég skildi eftir aftur til mín,“ segir hann og að hann hafi beðið eftir lög­reglunni og far­þeganum í Varma­hlíð í fimm­tán mínútur.

Þegar lög­reglan var komin bað hann þá að ræða við báða far­þegana um að vera ró­legir.

„Lög­reglan kom inn, talaði við þá og sagði svo við mig að ef það yrðu meiri vand­ræði þá ætti ég að hringja í lög­regluna á Akur­eyri,“ segir Tomasz.

Þegar þangað var komið opnar hann tösku­rýmið fyrir far­þegana og bíður þess að þau taki töskurnar sínar þegar annar mannanna kemur upp og segist hafa týnt hring og sakar To­masz um að hafa stolið honum. Hann neitar því og segir honum að hann geti ekki hjálpað honum. Þá reiddist far­þeginn og segist To­masz þá hafa tekið upp símann og hringt á lög­regluna. Á meðan hafi höggin dunið á honum.