Lands­réttur stað­­festi í dag dóm yfir manni sem var sak­­felldur í Héraðs­­dómi í fyrra í fjórum á­kæru­liðum fyrir of­beldis­brot í nánu sam­bandi, barna­verndar­laga­brot, líkams­­á­rás, hótanir og um­­­ferðar­laga­brot.

Meðal þess sem á­kærða var gefið að sök er að ráðast á barns­­móður sína þegar hún hélt á níu mánaða gömlum syni þeirra, grýtt glasi í átt að höfði hennar sem brotnaði og skar and­lit hennar og að hóta henni og tveimur kunningjum hennar sem hún hafði leitað skjóls hjá líf­láti. Þar að auki var hann sak­­felldur fyrir um­ferðar­laga­brot eftir að hafa keyrt bif­­reið sviptur öku­réttindum undir á­hrifum kanna­bis­efna.

Maðurinn var dæmdur til 18 mánaða fangelsis­vistar, sviptur öku­réttindum ævi­­langt og gert að greiða brota­þola eina milljón króna í miska­bætur.

Maðurinn á að baki um­­tals­verðan saka­­feril sem nær aftur til ársins 2009 en hann hefur áður verið dæmdur fyrir um­ferðar­laga­brot og fíkni­efna­brot.