Lög­reglan á Höfuð­borgar­svæðinu hafði í nægu að snúast síðast­liðinn sólar­hring og bárust fjöldi út­kalla um allan bæ. Á sjöunda tímanum í gær var til­kynnt um þjófnað í Austur­bænum. Starfs­menn höfðu komið að manni að stela úr verslun. Maðurinn var í annar­legu á­standi sökum á­fengis og fíkni­efna­neyslu og veittist starfs­maður að honum.

Sjúkra­bíll var sendur á vett­vang vegna á­verka sem þjófurinn hlaut frá starfs­manni verslunarinnar. Að sögn lög­reglu voru á­verkar minni háttar en á­stand mannsins ekki gott sökum neyslu.

Brutu gegn sótt­kví

Á ellefta tímanum barst til­kynning um hnupl í verslun við Álf­heima. Maður grunaður um þjófnað á mat­vöru, komst undan á reið­hjóli en var hand­tekinn skömmu síðar.

Maðurinn gaf lög­reglu í­trekað upp ranga kenni­tölu og liggur grunur á um að hann hafi brotið gegn sótt­varna­lögum og eigi að sæta sótt­kví. Hann var vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Um fimm­leytið í Kópa­vogi hafði lög­regla af­skipti af pari í annar­legu á­standi og var konan grunuð um brot á skyldu til að fara í sótt­kví. Konan var færð i sýna­töku og síðan að dvalar­stað sínum.

Höfðu með sér verð­mæti

Fjórir menn voru hand­teknir í fyrir­tæki við Ár­múla á fimmta tímanum í nótt grunaðir um inn­brot. Mennirnir voru vistaðir fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Þá var einnig brotist inn í fok­helt hús í Grafar­holti á sjöunda tímanum í gær. Ó­prúttnir aðilar höfðu farið inn í fok­helt hús og stolið verð­mætum. Sagan endur­tók sig síðan rétt eftir klukkan sjö í Mos­fells­bæ þar sem brotist var inn í geymslu. Lásinn var brotinn og höfðu þjófarnir sjón­varp, far­tölvu og fleiri verð­mæti með sér.