Kín­verskur íbúi Peking á refsingu yfir höfði sér eftir að hann rauf ein­angrun sem hann sætti vegna gruns um kórónu­veiru­smit. Af­leiðingar sótt­varnar­brotsins voru þær að 5.000 ná­grannar mannsins voru sendir í sótt­kví.

Út­breiðsla Co­vid-19 í Kína hefur verið tals­verð undan­farna mánuði en þó er farið að hylla undir eðli­legt líf að nýju í fjöl­mennum borgum á borð við Peking og Sjang­hæ. Harðar tak­markanir hafa verið í gildi til að hefta út­breiðslu veirunnar og er fólk sent um­svifa­laust í sótt­kví ef minnsti grunur vaknar um út­setningu fyrir smiti.

Í um­fjöllun Guar­dian kemur fram að maðurinn hafi greinst með Co­vid-19 og því hafi heil­brigðis­yfir­völd tekið strax í taumana til að forðast mögu­legt hóp­smit. Tæplega 260 einstaklingum, sem bjuggu í sama fjölbýlishúsi og hann, var gert að fara í sóttkví í sérstakri sóttkvíarmiðstöð á vegum yfirvalda og um fimm þúsund öðrum á nærliggjandi svæði var gert að halda sig heima.

Bent er á það í um­fjöllun Guar­dian að strangar sótt­varnar­að­gerðir Kín­verja hafi valdið tals­verðri ó­á­nægju – meðal annars í ljósi efna­hags­á­hrifa og á­hrifa á sálar­líf fólks. En for­seti landsins, Xi Jin­ping, segir að­gerðirnar nauð­syn­legar og þær muni halda á­fram meðan þörf er á.