Rauði krossinn á Ís­landi fagnar frum­varpi um af­glæpa­væðingu fíkni­efna. Sam­tökin vilja hins vegar ganga lengra og telja að lög­gjöfin eigi einnig að ná til lyf­seðils­skyldra lyfja. Um sé að ræða skref í átt að gagn­reyndri og mann­úð­legri nálgun við vímu­efna­notkun og vímu­efna­vandann með skaða­minnkandi hug­mynda­fræði að leiðar­ljósi.

„Hlut­verk vímu­efna­stefnu ætti fyrst og fremst að leggja á­herslu á að draga úr skað­legum og hættu­legum af­leiðingum vímu­efna­notkunar í landinu, með það að mark­miði að lág­marka á­hættu­þætti eins og dauðs­föll, of­skammtanir og ó­aftur­kræfan skaða af notkun vímu­efna­vanda,“ segir í um­sögn Rauða krossins við frum­varpið.

Hægt að lág­marka hættuna á dauðs­föllum

Um­rætt frum­varp snýr að af­námi refsinga fyrir vörslu á neyslu­skömmtum, en inn­flutningur út­flutningur, sala, skipti, af­hending fram­leiðsla og til­búningur efna verður á­fram refsi­verður. Rauði krossinn segir að laga­breytingin muni styðja enn frekar við upp­setningu og þróun skaða­minnkandi þjónustu á borð við Frú Ragn­heiði, Konu­kot, Gisti­skýlið og bú­setu­úr­ræði fyrir ein­stak­linga í virkri vímu­efna­notkun.

„Reynsla Rauða krossins er sú að þegar lögreglan gerir neysluskammta upptæka eykst örvænting jaðarsetts einstaklingsins með vímuefnavanda,“ segir í umsögninni.
Fréttablaðið/Eyþór

„Mikil­vægt er að styrkja laga­lega stöðu þessara úr­ræða og tryggja að öll úr­ræði sem starfa með ein­stak­lingum sem nota vímu­efni í æð geti veitt skjól­stæðingum sínum öruggt rými innan­húss til að nota vímu­efni í æð til að lág­marka hættuna á dauðs­föllum vegna of­skömmtunar,“ segir enn fremur.

Þá segir að með laga­breytingum muni að­gengi jaðar­settra ein­stak­linga, sér­stak­lega þeirra sem glíma við erfiðan vímu­efna­vanda, að heil­brigðis­þjónustu, fé­lags­legri þjónustu og við­bragðs­þjónustu aukast til muna.

Fólk veigri sér við að kalla eftir að­stoð

„Dæmi eru um að ein­staklingar sem glíma við vímu­efna­vanda veigri sér við að hringja eftir bráða­að­stoð eða leita sér að­stoðar af ótta við að lög­regla fjar­lægi neyslu­skammta þeirra og/eða vera hand­tekin vegna annars ó­lög­mæts at­hæfis. Það getur átt við jafn­vel þó um bráða­til­felli sé að ræða eins og of­skömmtun á vímu­efnum, heimilis­of­beldi eða annars­konar of­beldi. Það að tryggja að ekki verði hægt að fjar­lægja neyslu­skammta af fólki er mikið öryggis­mál fyrir jaðar­setta ein­stak­linga og auð­veldar einnig starfs­fólki á vett­vangi að þjónusta og styðja við ein­stak­linga sem glíma við vímu­efna­vanda.“

Þá sé mikil­vægt að breytingin nái einnig til lyfja sem heimiluð eru í læknis­fræði­legum og vísinda­legum til­gangi.

„Reynsla og gögn úr skaða­minnkunar­verk­efnum Rauða krossins sýna að jaðar­settir ein­staklingar eru oftar en ekki háðir notkun lyf­seðils­skyldra lyfja í æð. Það er reynsla Rauða krossins að lög­reglan geri lyf­seðils­skyld lyf upp­tæk til jafns við ó­lög­leg vímu­efni. Ein­staklingar sem leita til skaða­minnkunar­verk­efna Rauða krossins lýsa því að lyf­seðils­skyld lyf séu gerð upp­tæk vegna gruns lög­reglunnar um að mögu­lega hafi lyf­seðils­skylda lyfið verið keypt ó­lög­lega en sé ekki upp­á­skrifað fyrir ein­stak­linginn sem hefur lyfið undir höndum.“