Rauðar við­varanir Veður­stofu Ís­lands eru nú í gildi á höfuð­borgar­svæðinu, Suður­landi, við Faxa­flóa og á Suð­austurl­andi. Að­gerðar­stjórn al­manna­varna býst við af­taka­veðri og fólk beðið að hlýta fyrir­mælum við­brags­aðila og halda sig heima fram eftir deginum.

Veðrið er enn að versna þegar þetta er skrifað og eru um 200 björgunar­sveitar­menn að störfum. Um er að ræða fyrsta skiptið sem að rauð við­vörun er gefin út af Veður­stofunni fyrir þessa lands­hluta. Það gerðist í fyrsta sinn á Norður­landi vestra í ó­veðrinu sem gekk yfir landið í desember.

Að­gerðar­stjórn al­manna­varna var virkjuð á mið­nætti og að­gerðar­stjórn fyrir höfuð­borgar­svæðið klukkan fimm í morgun. Þar vinna saman full­trúar al­manna­varnar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra, Lands­bjargar, raf­orku­geirans og fjar­skipta­geirans.

Al­menningur er beðinn um að fylgjast vel með veður­við­vörunum og að öllum kosti halda sig heima fram eftir degi. Minnt er á vega­lokanir á helstu um­ferða­r­æðum út úr Reykja­vík.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá björgunar­sveitum bárust til­kynningar um að þak­plötur væru farnar að fjúka af í­búðar­húsi í Grafar­vogi um fjögur­leytið í morgun. Þá brotnaði rúða í Vestur­bænum. Vind­hviður á Kjalar­nesi hafa farið yfir 60 metra á sekúndu á tíma­bili snemma í morgun.

Veður­við­varanir eftir lands­hlutum í dag:

Rauð við­vörun er í gildi á höfuð­borgar­svæðinu frá 7 til 11. Þá er appel­sínu­gul við­vörun og er hún í gildi til klukkan 14:40. Austan 20-30 m/s á höfuð­borgar­svæðinu og
í ná­lægum sveitar­fé­lögum. Þá má búast við snjó­komu og skaf­renningi og lé­legu skyggni.

Þá má búast við sam­göngu­truflunum á meðan veðrið gengur yfir. Flug­sam­göngur liggja niðri. Strætó mun ekki ganga á höfuð­borgar­svæðinu nú í morguns­árið.

Á Suður­landi er rauð við­vörun í gildi þar til klukkan 12:00 og þá tekur við appel­sínu­gul. Austan rok eða fár­viðri, 25-33 m/s. Búast má við hættu­legum vind­hviðum við fjöll, stað­bundið yfir 50 m/s, við Mýr­dals­jökul og í Ör­æfum. Víð­tækar sam­göngu­truflanir eru lík­legar. Einnig má búast við hækkandi sjávar­stöðu vegna á­hlaðanda. Hætta er á foktjóni og ekkert ferða­veður er á meðan við­vörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og sýna var­kárni.

Við Faxa­flóa er rauð við­vörun til há­degis en svo appel­sínu­gul til klukkan 17:00. Aust­an ofsa­veður eða fár­viðri, 28-35 m/s í og sunn­an Borg­ar­fjarðar en held­ur hæg­ari vind­ur ann­ars­staðar á spásvæðinu. Bú­ast má við hættu­­leg­um vind­hviðum við fjöll, stað­bundið yfir 55 m/s. Einnig má bú­ast við snjó­komu og skaf­renn­ing með tak­­mörkuðu skyggni. Víð­tæk­ar sam­­göngu­trufl­an­ir eru lík­­leg­ar. Einnig má bú­ast við hækk­andi sjáv­ar­­stöðu vegna á­hlaðanda. Hætta er á foktjóni og ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­un­in er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá laus­um mun­um og sýna var­kárni.

Á Suð­austur­landi er rauð við­vörun til klukkan 11 og appel­sínu­gul við­vörun til 13.00. Aust­an rok eða ofsa­veður, eða jafn­vel fár­viðri 28-35 m/s. Bú­ast má við hættu­­leg­um vind­hviðum við fjöll, stað­bundið yfir 55 m/s, einkum í Ör­æf­um. Mik­il snjó­koma og skaf­renn­ing­ur. Mikl­ar sam­­göngu­trufl­an­ir og niður­­­fell­ing þjón­ustu lík­­leg. Sjáv­ar­­staða er hækkuð og mik­ill á­hlaðandi og öldu­hæð. Hætta er á foktjóni og ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­un­in er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá laus­um mun­um og vera ekki á ferð.

Við Breiða­fjörð er appel­sínu­gul veður­við­vörun í gildi til 23:00. Norð­aust­an storm­ur eða rok með vind­hraða á bil­inu 20-28 m/s. Bú­ast má við mjög hvöss­um og var­huga­verðum vind­hviðum við fjöll, stað­bundið yfir 40 m/s, einkum á norðan­verðu Snæ­­fells­nesi, í Döl­un­um og á Barða­strönd. Einnig er spáð tals­verðrum élja­­gangi með lé­­legu skyggni og versn­andi akst­urs­skil­yrðum. Víð­tæk­ar sam­­göngu­trufl­an­ir lík­­leg­ar, lok­an­ir á veg­um og ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­un­in er í gildi. Fólki bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­­spám. Tals­verður á­hlaðandi, hækkuð sjáv­ar­­staða og mik­il öldu­hæð fylg­ir veðrinu.

Á Vest­fjörðum er appel­sínu­gul veður­við­vörun líkt og á Breiða­firði til 23:00. Norð­aust­an stór­hríð, 20-28 m/s. Bú­ast má við mjög hvöss­um og var­huga­verðum vind­hviðum við fjöll, stað­bundið yfir 40 m/s. Einnig er spáð mik­illi snjó­komu eða élja­­gangi með lé­­legu skyggni og versn­andi akst­urs­skil­yrðum. Víð­tæk­ar sam­­göngu­trufl­an­ir lík­­leg­ar, og ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­un­in er í gildi. Fólki bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­­spám. Tals­verður á­hlaðandi, hækkuð sjáv­ar­­staða og mik­il öldu­hæð fylg­ir veðrinu.

Á Ströndum og Norður­landi vestra er appel­sínu­gul við­vörun í gildi til klukkan 22:00. Aust­an storm­ur eða rok með vind­hraða á bil­inu 20-30 m/s., hvass­ast á fjall­veg­um. Bú­ast má við mjög hvöss­um og var­huga­verðum vind­hviðum við fjöll, stað­bundið yfir 40 m/s. Einnig er spáð tals­verðum élja­­gangi á annesj­um og heiðum með lé­­legu skyggni og versn­andi akst­urs­skil­yrðum. Víð­tæk­ar sam­­göngu­trufl­an­ir lík­­leg­ar, lok­an­ir á veg­um og ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­un­in er í gildi. Fólki bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­­spám.

Á Norður­landi eystra er appel­sínu­gul við­vörun í gildi frá klukkan 08:00 til 20:00. Storm­ur eða rok með vind­hraða á bil­inu 18-28 m/s. Bú­ast má við mjög hvöss­um og var­huga­verðum vind­hviðum við fjöll, stað­bundið yfir 40 m/s. Einnig er spáð tals­verðri snjó­komu en mik­illi á Trölla­­skaga með lé­­legu skyggni og versn­andi akst­urs­skil­yrðum. Víð­tæk­ar sam­­göngu­trufl­an­ir lík­­leg­ar, lok­an­ir á veg­um og ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­un­in er í gildi. Fólki bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­­spám.

Á Austur­land að Glettingi er appel­sínu­gul við­vörun í gildi frá klukkan 09:00 til 17:00. Aust­an storm­ur eða rok með vind­hraða á bil­inu 20-28 m/s. Bú­ast má við mjög hvöss­um og var­huga­verðum vind­hviðum við fjöll, stað­bundið yfir 40 m/s. Einnig er spáð tals­verðri eða mik­illi snjó­komu með lé­­legu skyggni og versn­andi akst­urs­skil­yrðum. Víð­tæk­ar sam­­göngu­trufl­an­ir lík­­leg­ar, ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­un­in er í gildi. Fólki bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­­spám.

Á Aust­fjörðum er appel­sínu­gult við­vörun í gildi til klukkan 23:00. Aust­an 20-28 m/s. Einnig er spáð tals­verðri eða mik­illi snjó­komu með lé­­legu skyggni og versn­andi akst­urs­skil­yrðum. Víð­tæk­ar sam­­göngu­trufl­an­ir lík­­leg­ar, lok­an­ir á veg­um og ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­un­in er í gildi. Fólki bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­­spám. Tals­verður á­hlaðandi fylg­ir veðrinu. Lík­ur eru á að hláni í stutta stund á lág­­lendi seint um dag­inn en kólni aft­ur um kvöldið.

Á mið­há­lendinu er appel­sínu­gul við­vörun í gildi til klukkan 22:00. Rok eða ofsa­veður með vind­hraða á bil­inu 25-35 m/s. Bú­ast má við mjög hvöss­um og hættu­­leg­um vind­hviðum við fjöll, 40-45 m/s. Hættu­­leg­ar að­stæður fyr­ir ferða­menn og ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­un­in er í gildi. Fólki er bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­­spám.