Rauðar við­varanir taka gildi á Höfuð­borgar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa og Suð­austur­landi milli klukkan fimm og sjö undir morgun. Um er að ræða hæsta við­búnaðar­stig en um er að ræða fyrstu rauðu við­vörun á Höfuð­borgar­svæðinu frá því frá því Veður­­stofan tók upp lita­kvarðaðar við­varanir.

Búast má við sam­göngu­truflunum á meðan veðrið gengur yfir. Víð­tækar vega­lokanir verða um allt land þar til veður gengur niður. Öllu innan­lands og milli­landa­flugi hefur þegar verið af­lýst. Skóla­haldi verður einnig lagt niður og er fólki ráð­lagt að vera ekki á ferðinni á meðan við­varanir eru í gildi.

Hættu­legar vind­hviður í vændum

Mikið hætta er á foktjóni og eru byggingar­aðilar hvattir til að ganga vel frá fram­kvæmdar­svæðum. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna var­kárni. Vind­hraði verður frá 20 upp í 35 metra á sekúndu og gert er ráð fyrir því að vind­hviður verði mun hvassari. Þá gætu hviður í Faxa­flóa farið upp í 55 metra á sekúndu.

Einnig má búast við hækkandi sjávar­stöðu vegna á­hlaðanda og líkur á að smá­bátar geta laskast eða losnað frá bryggju.

Á Suður­landi fylgir storminum snjó­koma og mikill skaf­renningur lík­legur. Miklar sam­göngu­truflanir og niður­felling þjónustu lík­leg. Á­hrif lægðarinnar gætu orðið svipuð og í ó­­veðrinu sem skók landið síðast­liðinn desember.