Jarðakaup

Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði

Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe eftir að hann tryggði sér yfirráð í félaginu með því að kaupa félag Jóhanns Kristinssonar fjárfestis sem átti 52,7 prósent í Streng auk jarðeigna í Vopnafirði.

Jim Ratcliffe. Fréttablaðið/AFP

Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem ásælst hefur jarðir á Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum, hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni.

Með þessum kaupum á auðjöfurinn 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf., sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Strengur á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Einnig nýlegt og mjög veglegt veiðihótel við Selá.

Tilkynnt var um kaupin á fundi í veiðifélaginu í síðustu viku. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs, staðfesti að þetta hefði átt sér stað en vildi að öðru leyti ekki ræða þessi viðskipti.

Jim Ratcliffe hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi með það að yfirlýstu markmiði að komast yfir laxveiðiréttindi. Annar stór jarðakaupandi í Vopnafirði hefur verið fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson. Jóhannes var viðskiptafélagi Pálma Haraldssonar í Fons í byrjun aldarinnar. Jóhannes átti einkahlutafélagið Grænaþing sem átti rúmlega helminginn, 52,67 prósent, í veiðifélaginu Streng. Jóhannes selur allt hlutaféð til Ratcliffes.

Ratcliffe átti fyrir 34 prósent í veiðifélaginu Streng í gegnum félagið Fálkaþing. Hagnaður Strengs í fyrra nam einni milljón króna samkvæmt ársreikningi. Þar kemur einnig fram að eignir félagsins séu um 955 milljónir króna og eigið fé um 400 milljónir.

Við Kaup Ratcliffes á öllum eignarhlut Jóhannesar í Grænaþingi eignast hann sem sagt hlut í enn fleiri jörðum en hann hefur áður átt í Vopnafirði en þær voru um 30 fyrir. Grænaþing á helminginn í jörðinni Fremri-Nýp, fimmtung í Hauksstöðum og 42,86 prósenta hlut í jörðinni Þorvaldsstöðum.

Heimamenn eystra hafa áður lýst því hvernig tilraunir breska auðkýfingsins til að kaupa jarðir á svæðinu hafi framkallað deilur innan fjölskyldna um hvort selja eigi jarðirnar eða ekki. Oftar en ekki hafi lögfræðiskrifstofur eða fasteignasölur sent eigendum jarða kauptilboð frá ónefndum erlendum aðila.

Ekki náðist í Jóhannes Kristinsson við vinnslu fréttarinnar og því er ekki vitað nákvæmlega hversu margar jarðir hafi skipt um hendur milli hans og Ratcliffes. Ekki er heldur vitað hver verðmiðinn á Grænaþingi ehf. var í þessari sölu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Kjaramál

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Innlent

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Auglýsing

Nýjast

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Spyr hvað ríkis­stjórnin borgar fyrir aug­lýsingar á Face­book

Ekki Astana heldur Nur­sultan

Ketó-óðir Ís­lendingar sólgnir í sviða­sultu

Auglýsing