Mæðginin Sara Magnús­dóttir og Magnús Secka voru á leið í sumar­frí á eyði­býli fjöl­skyldunnar á Snæ­fells­nesi þegar þau urðu fyrir ó­svífnum kyn­þátta­for­dómum.

Á meðan mæðginin stoppuðu í nokkrar mínútur á Vega­mótum á Snæ­fells­nesi var lím­miði límdur á hliðar­spegil bíls þeirra með á­skriftinni „If you are brown or black plea­se lea­ve this town“ eða „Ef þú ert brúnn eða svartur vin­sam­legast farðu úr bænum.“

„Það er náttúru­lega þannig að ef þetta hefði komið fyrir annars staðar en á Ís­landi væri hægt að kæra þetta sem haturs­glæp og gera eitt­hvað í þessu,“ segir Sara á­kveðin um málið.

Ó­hugnan­leg lífs­reynsla

„Mér fannst þetta aðal­lega vera creepy og skrítið,“ segir Magnús sem hefur að eigin sögn aldrei áður verið fórnar­lamb svo bein­skeyttrar á­rásar áður. Hann tók mynd af skila­boðunum og sendi á fé­laga sína.

„Vinir mínir héldu fyrst að ég væri bara að djóka og hefði fundið þennan lím­miða og sett hann á sjálfur þetta var svo skrítið.“

Límmiðinn var límdum á hliðarspegil bílsins, þeim megin sem Magnús sat.
Mynd/Aðsend

Taldi þetta vera hvatningar­orð

Skila­boðin komu Söru svo spánskt fyrir sjónir að hún túlkaði þau á ó­væntan hátt til að byrja með. „Mamma hélt fyrst að þetta væru ein­hver upp­örvandi skila­boð,“ segir Magnús. „Ég hélt sko að það stæði: If you´re black or brown plea­se stay in this town, ég sver það mér datt ekki annað í hug,“ skýtur Sara inn í.

„Svo­lítið seinna fórum við að ræða þetta og þá áttaði ég mig að ég hafi lesið þetta vit­laust og hvaða ömur­legu skila­boð voru á þessum miða,“ í­trekar Sara sem var að vonum hissa.

Hún segir það vera fer­legt að geta ekki ferðast með börnum sínum um landið án þess að lenda í á­reiti frá ó­kunnugu fólki sem bíði til­búið með lím­miða til að á­reita fólk. „Það er ó­trú­legt að ein­hver sjái sér leik í því að bíða eftir tæki­færi til að senda svona ömur­leg skila­boð til fólks sem er ekki hvítt.“

Náðust mögu­lega á mynd­band

Sara bendir á að þau hafi að­eins stoppað um þrjár til fjórar mínútur inni á Vega­mótum og því hafi ó­dæðis­fólkið sem setti lím­miðann á þurft að hafa hraðar hendur. „Sam­ferða­fólk okkar benti á að það stóðu ein­hverjir þrír Ís­lendingar fyrir utan þegar við fórum inn, og það var eina fólkið sem var þarna á svæðinu.“

Mögu­legt sé að mynd­band hafi náðst af þeim sem frömdu ó­dæðið þar sem Vega­mót eru við hótel. „Það eru kannski ein­hverjar mynda­vélar þarna í kring sem hægt væri að skoða en við vitum auð­vitað ekkert hver var að þessu enn­þá.“ Vonandi komi það þó í ljós við frekari at­hugun.

Nauð­syn­legt að berjast gegn for­dómum

„Maður á ekki að þurfa að sitja undir lé­legu gríni eða vera með ein­hvern þykkan skráp af því að maður er ekki hvítur á litinn,“ segir Sara sem er löngu búin að fá sig full­sadda af kyn­þátta­for­dómum.

„Fólk á að fá að lifa sínu lífi í friði þrátt fyrir að það passi ekki inn í ein­hverja staðal­í­mynd sem er búið að búa til. Það er alltaf ömur­legt að lenda í svona og það þarf að berjast gegn svona hegðun.“

Mæðginin Sara Magnúsdóttir og Magnús Secka ásamt frænku sinni á Snæfellsnesi.