Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, fer í tímabundið veikindaleyfi frá og með næstu viku og fram á haust samkvæmt heimildum mbl.is.

Er veikindaleyfið til komið vegna ráðlegginga frá hjartalækni.
Rannveig hafi tilnefnt Sigurð Þór Ásgeirsson, fjármálastjóra Rio Tinto, til að taka við forstjórastöðunni í fjarveru hennar og verði þá Guðdís Helga Jörgensdóttir starfandi fjármálastjóra á meðan.

Möguleg lokun álversins í Straumsvík hefur verið til umræðu undanfarið eftir að fyrirtækið fundaði með öllum starfsmönnum þess á miðvikudag í síðustu viku vegna þrenginga í rekstrinum. Forstjóri Rio Tinto, Alf Barrios, sagði rekstur álversins ó­arð­bæran og ekki sam­keppnis­hæfan í krefjandi markaðs­tað­stæðum vegna hás raf­orku­kostnaðar.