Karl Steinar Vals­son hjá mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, vill lítið tjá sig um stöðuna á rann­sókn lög­reglunnar á máli Kristjáns Gunnars Valdimars­son, sem grunaður er um frelsis­sviptingar um jólin. Hann segir ekkert nýtt að frétta í málinu.

„Hún er bara í góðum gír og ég þori ekki að segja til um tíma,“ segir Karl Steinar þegar hann er spurður um hversu langt á veg rann­sóknin sé komin. „Við erum bara að vinna úr því sem við erum með og það tekur bara tíma.“

Karl vill að öðru leyti ekki tjá sig um fram­vindu málsins.

Kristján Valur var upp­haf­lega hand­tekinn á Þor­láks­messu og sleppt að lokinni skýrslu­töku en hand­tekin að nýju á jóla­dag, grunaður um að hafa svipt tvær konur frelsi sínu og brotið kyn­ferðis­lega gegn þeim.

Eftir að hann var hand­tekinn á jóla­dag var hann úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 29. desember. Bæði héraðs­dómur og Lands­réttur höfnuðu síðar kröfu lög­reglunnar um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald og var honum því sleppt lausum.