Þrír af fjórum höfundum rann­sóknar­greinarinnar sem vakti á­hyggjur um notkun á malaríu­lyfinu hýdr­oxýklórókín við kór­ónu­veirunni, hafa í dag dregið dregið greinina til baka. Þetta kemur fram í frétt The New York Times.

Rann­sóknar­greinin var birt í hinu virta læknis­fræði­riti Lancet og vakti hún á­hyggjur um notkun á lyfinu. Í greininni var meðal annars haldið fram að lyfið gæti valdið hjarta­slátta­truflunum.

Höfundarnir þrír sögðu að fyrir­tækið Sur­gisphere, sem veitti þeim gögnin til þess að vinna rann­sóknina úr, vildi ekki gefa öll gögnin til sjálf­stæðs rann­sóknar­aðila til þess að tryggja gildi rann­sóknarinnar. Þar af leiðandi segja höfundar greinarinnar að þeir get ekki tryggt að niður­staða rann­sóknarinnar sé rétt­mæt.

Einn höf­und­anna fjög­urra, Sa­pan Desai, sem rek­ur fyr­ir­­tækið Sur­gisphere sem út­vegaði gögn­in, var sá eini sem tók ekki þátt í að draga grein­ina til baka.

Malaríu­lyfið, sem hefur verið notað í með­ferðar­skyni víða um allan heim, hefur ekki sýnt á­vinning um­fram hefð­bundna um­önnun sam­kvæmt ný­legri rann­sókn frá Banda­ríkjunum.

Mikla at­hygli vakti þegar Donald Trump Banda­ríkja­for­seti sagðist vera taka lyfið til að koma í veg fyrir kórónu­veiru­smit.