Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík þann 25. nóvember síðastliðinn er lokið.

Vísir.is greinir frá.

Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var málið sent ákærusviði lögreglunnar nú á dögunum.

Fréttablaðið greindi frá því í desember að málið væri rannsakað sem sakamál frá upphafi, það gæti heyrt undir manndráp af gáleysi.

Slysið átti sér stað snemma morguns 25. nóvember þegar strætisvagn ók á gangandi vegfarenda, konu á sjötugsaldri, sem lét lyfið í slysinu.

Mikill viðbúnaður var á svæðinu og var farþegum og bílstjóra strætisvagsnins sem og farþegum hans boðin áfallahjálp hjá Rauða krossi Íslands strax í kjölfarið.

Tæknideild lögreglunnar og Rannsóknarnefnd samgönguslysa fóru með rannsókn málsins og líkt og fyrr segir hefur málið verið sent ákærusviði lögreglunnar.