Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi er lokið. Frá þessu er greint á vef RÚV. Þar kemur fram að málið sé nú til meðferðar hjá ákærusviði lögreglunnar.

Fram kemur í frétt RÚV að Karl Gauti hafi ekki fengið nein viðbrögð frá lögreglunni vegna kærunnar. Karl Gauti tilkynnti þann 27. september, mánudag eftir Alþingiskosningar, að hann hefði ákveðið að kæra endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og meðferð á gögnunum til lögreglunnar.