Viðskipti

Rannsókn lokið í Icelandair-máli

Meint innherjasvik fyrrverandi yfirmanns Icelandair í ákærumeðferð. Fréttablaðið/Anton Brink

Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á meintum brotum yfirmanns hjá Icelandair á lögum um verðbréfaviðskipti er lokið. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við Fréttablaðið í gær.

Ólafur segir málið nú fara í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn.

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í júlí síðastliðnum og síðan var greint frá því að yfirmaðurinn hefði verið í slagtogi við að minnsta kosti þrjá aðra menn, sem einnig eru grunaðir.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu hjá yfirmanni hjá Icelandair til að gera framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group, aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér kolsvarta afkomutilkynningu til Kauphallarinnar í febrúar.

Icelandair sendi yfirmanninn strax í leyfi frá störfum þegar félagið fékk upplýsingar um að viðkomandi væri til rannsóknar. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna í tengslum við rannsókn málsins sem eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Björgólfur til Íslandsstofu

Viðskipti

Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi

Viðskipti

Arnarlax stækkar ört

Auglýsing

Nýjast

Vara­for­setar þingsins í stóla­leik

Leið­réttir mis­skilning um út­blástur Kötlu

Áfengisfrumvarp lagt fram á nýjan leik

The Chemical Brothers aflýsa tónleikum

Nota mynd­band af lík­flutningi í aug­lýsingu

Ævar vísinda­maður skaut Eddu og Jóni ref fyrir rass

Auglýsing