Viðskipti

Rannsókn lokið í Icelandair-máli

Meint innherjasvik fyrrverandi yfirmanns Icelandair í ákærumeðferð. Fréttablaðið/Anton Brink

Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á meintum brotum yfirmanns hjá Icelandair á lögum um verðbréfaviðskipti er lokið. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við Fréttablaðið í gær.

Ólafur segir málið nú fara í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn.

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í júlí síðastliðnum og síðan var greint frá því að yfirmaðurinn hefði verið í slagtogi við að minnsta kosti þrjá aðra menn, sem einnig eru grunaðir.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu hjá yfirmanni hjá Icelandair til að gera framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group, aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér kolsvarta afkomutilkynningu til Kauphallarinnar í febrúar.

Icelandair sendi yfirmanninn strax í leyfi frá störfum þegar félagið fékk upplýsingar um að viðkomandi væri til rannsóknar. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna í tengslum við rannsókn málsins sem eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Breyttu Posta úr stofnun í fyrirtæki

Viðskipti

Pósturinn varði 121 milljón í lög­manns­þjónustu á sex árum

Viðskipti

Veik króna refsaði IKEA á metsöluári

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing