Viðskipti

Rannsókn lokið í Icelandair-máli

Meint innherjasvik fyrrverandi yfirmanns Icelandair í ákærumeðferð. Fréttablaðið/Anton Brink

Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á meintum brotum yfirmanns hjá Icelandair á lögum um verðbréfaviðskipti er lokið. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við Fréttablaðið í gær.

Ólafur segir málið nú fara í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn.

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í júlí síðastliðnum og síðan var greint frá því að yfirmaðurinn hefði verið í slagtogi við að minnsta kosti þrjá aðra menn, sem einnig eru grunaðir.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu hjá yfirmanni hjá Icelandair til að gera framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group, aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér kolsvarta afkomutilkynningu til Kauphallarinnar í febrúar.

Icelandair sendi yfirmanninn strax í leyfi frá störfum þegar félagið fékk upplýsingar um að viðkomandi væri til rannsóknar. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna í tengslum við rannsókn málsins sem eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Samkeppnisyfirvöld rannsaka samstarf evrópskra matvörurisa

Viðskipti

Bankinn býður ekki í lax í ár

Viðskipti

MS semur við KSÍ um skyr

Auglýsing

Nýjast

Skógareldar í Svíþjóð: „Þetta gæti versnað“

Ein kona lést í gíslatöku í Los Angeles

Fyrrverandi ráðgjafi Trump neitar samráði við Rússa

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Lét höfuðið hanga fram af brautar­palli

Þriggja ára drengur jafnar sig eftir sýruárás

Auglýsing