Dómsmál

Rannsókn kynferðisbrots rauf ekki fyrningarfrest líkamsárásar

Málið var flutt fyrir Héraðsdómi Austurlands.

Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í liðinni viku sýknaður af ákæru um líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn játaði brot sín en var sýknaður þar sem brotin töldust fyrnd.

Í mars 2015 kærði konan manninn fyrir ítrekaðar líkamsárásir og kynferðisbrot. Maðurinn var búsettur á Höfn í Hornafirði og fór lögreglan á Suðurlandi (LRSu) með rannsókn málsins. Í skýrslutökum hjá lögreglu tjáði brotaþoli sig lítið en maðurinn neitaði sök.

Héraðssaksóknari felldi niður mál er vörðuðu hluta kynferðisbrota sem áttu að hafa átt sér stað árið 2014 en fyrirskipaði frekari rannsókn á meintu broti frá í mars 2015. Sá hluti málsins var síðan felldur niður í september 2017.

Eftir stóðu líkamsárásirnar en málið var flutt fyrir Héraðsdómi Austurlands þar sem Höfn er innan umdæmamarka hans. Umdæmi LRSu teygir sig hins vegar inn í umdæmi dómstólsins.

Sem fyrr segir kom maðurinn fyrir dóm og játaði sök. Ekki þótti unnt að sakfella manninn fyrir brot í nánu sambandi þar sem brotin áttu sér stað áður en það ákvæði hegningarlaganna var lögfest. Háttsemin taldist því vera líkamsárás.

Dómari málsins taldi fyrningarfrest brotsins hafa rofnað þegar rannsókn málsins hófst en hins vegar hefði rannsókn þeirra brota stöðvast meðan lögregla rannsakaði hin meintu kynferðisbrot. Því hefði sök mannsins fyrnst meðan málið var til rannsóknar og hann sýknaður.

Málskostnaður, tæpar 1,7 milljónir króna vegna launa verjanda og réttargæslumanns brotaþola, greiðist úr ríkissjóði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Skúli áfrýjar til Landsréttar

Dómsmál

Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin

Dómsmál

Telja meint brot í hundraða milljóna fjársvikamáli fyrnd

Auglýsing

Nýjast

Hyundai fer með himinskautum

Hné­beygjur í skiptum fyrir strætómiða

Pétur á Sögu segir Stundina reyna að skaða stöðina

Formaður BSRB kallar eftir auknu réttlæti og jöfnuði

Deila um hundruð milljóna bætur vegna tafa á sjúkra­hóteli

„Svei þér Eyþór Arnalds“

Auglýsing