Óvíst er hvernig kviknaði í þaki einbýlishúss við Kaldasal í gærkvöldi, er nú rannsókn hafin á tildrögum eldsvoðans.

Eldur kviknaði í húsinu snemma í gærmorgun. Þegar slökkvilið mætti á staðinn á sjöunda tímanum stóð húsið í ljósum logum, einn var fluttur á slysadeild en hann var útskrifaður um hádegið.

Slökkvistarfi lauk á ellefta tímanum. Um áttaleytið kviknaði aftur í húsinu, voru slökkviliðsmenn á vettvangi fram að miðnætti. Þakið verður rifið af húsinu í dag en ljóst er að gríðarlegt tjón hefur orðið.

Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að þetta geti gerst eftir stóra og mikla bruna. „Það liggur mikill hiti í efni og timbri og því sem hefur brunnið og þá á það til að kvikna aftur í. Þetta er ekki óþekkt og þess vegna erum við oft með vakt löngu eftir slíka bruna, sagði Sigurjón.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er óvíst hvernig kviknaði í húsinu í gærmorgun og einnig óvíst hvernig kviknaði í því aftur. Er það nú í rannsókn.