,,Það eru sjö mánuðir síðan að við  gengum á fund borgarstjóra og lögðu fram mjög vel rökstudda kröfu um rannsókn á starfsemi á vöggustofunum, sem voru reknar af Reykjavíkurborg frá 1949-1979," segir Hrafn Jökulsson rithöfundur en hann verður ásamt Árna H. Kristjánssyni gestur á Fréttavaktinni í kvöld fyrir hönd hópsins Réttlætis sem vill ítarlega rannsókn á svokölluð vöggustofumáli.  

,,Það fóru allt að 2000 börn þarna í gegn á þessum tíma.  Og það er óumdeilt að þarna voru vinnubrögð og aðbúnaður þannig að það var mannskemmandi fyrir litlu börnin. Við vildum fá ítarlega rannsókn á því og hvað varð um börnin, vegna þess að við vissum að svo mörg þeirra hafa orðið fyrir skaða í lífinu.  En borgarráð afgreiddi þetta eftir allan þennan tíma eins og einhverja hálfvelgju eins og þeir hefðu ekki kynnt sér málið,“ segir Hrafn.

Nýr fundur hefur verið boðaður með borgarritar um málið á föstudag.

Viðtal við Hrafn og Árna verður sýnt á Fréttavaktinni á Hringbraut í opinni dagskrá en Fréttavaktin hefst klukkan 18:30.