Rannsókn á lækni, sem er grunaður um að bera ábyrgð á andláti sex sjúklinga sinna, er lokið. Lögregla mun á næstunni senda mál hans til héraðssaksóknara. Frá þessu greinir Rúv.
Læknirinn, sem heitir Skúli Tómas Gunnlaugsson, starfaði hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann er grunaður um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir frá 2018 til 2020.
Auk þess eru tveir fyrrverandi samstarfsmenn hans grunaðir um hlutdeild í einu málinu.
Greint var frá því í desember í hitteðfyrra að Skúli hefði verið færður til í starfi og mun ekki eiga í samskiptum við sjúklinga meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu.
Þá kom fram að alls væru ellefu mál til rannsóknar hjá lögreglu, þar af vegna andláta sex sjúklinga.