Rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að ekkert saknæmt var við eldsvoða sem varð í íbúðarhúsnæði í Kópavogi í febrúar á þessu ári. Líklegt er að eldurinn hafi kviknað út frá bilun í raftæki.

Greint er frá því á vef RÚV að rannsókn málsins sé lokið og að málið sé hjá ákærusviði en að ólíklegt sé að gefnar verði út ákærur í málinu. Einn var handtekinn vegna málsins.