Rann­sókn vegna skot­á­rásar sem átti sér stað á Blöndu­ós á síðasta ári er á loka metrunum. Þetta stað­festir Ey­þór Þor­bergs­son, vara­sak­sóknari hjá lög­reglu­em­bættinu á Norður­landi eystra.

„Við förum að klára rann­sókn á Blöndu­ósmálinu. Það er alveg á enda­punkti og lík­lega vika til hálfur mánuður eftir af rann­sókninni,“ segir Ey­þór í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þó rann­sóknin sé á enda­stöð þá vill Ey­þór ekki tjá sig um hvor gefnar verði út á­kærur í málinu. Hann segir að á­kæru­valdið í málinu liggi hjá héraðs­sak­sóknara.

Tveir létust og einn særðist al­var­lega í á­rásinni sem átti sér stað í ein­býlis­húsi á Blöndu­ósi í lok ágúst á þessu ári.

Skot­maðurinn var annar þeirra látnu og er talið að hann hafi brotist inn á heimilið og skotið hjón. Kona lét lífið og maður hennar slasaðist al­var­lega.

Sonur hjónanna hefur fengið stöðu sak­­bornings en hann er talinn hafa orðið á­rásar­manninum að bana í kjöl­far á­rásarinnar.