Rannsókn vegna skotárásar sem átti sér stað á Blönduós á síðasta ári er á loka metrunum. Þetta staðfestir Eyþór Þorbergsson, varasaksóknari hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra.
„Við förum að klára rannsókn á Blönduósmálinu. Það er alveg á endapunkti og líklega vika til hálfur mánuður eftir af rannsókninni,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið.
Þó rannsóknin sé á endastöð þá vill Eyþór ekki tjá sig um hvor gefnar verði út ákærur í málinu. Hann segir að ákæruvaldið í málinu liggi hjá héraðssaksóknara.
Tveir létust og einn særðist alvarlega í árásinni sem átti sér stað í einbýlishúsi á Blönduósi í lok ágúst á þessu ári.
Skotmaðurinn var annar þeirra látnu og er talið að hann hafi brotist inn á heimilið og skotið hjón. Kona lét lífið og maður hennar slasaðist alvarlega.
Sonur hjónanna hefur fengið stöðu sakbornings en hann er talinn hafa orðið árásarmanninum að bana í kjölfar árásarinnar.