Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í Miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt Laugardags.

Um er að ræða stunguárás, og talið er að skrúfjárn, eða svipuð vopn hafi verið notuð við verknaðinn.

Þetta staðfesti lögregla í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Foreldri fórnarlambsins hefur tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Þar kemur fram að árásin hafi átt sér stað á skemmtistað á horni Austurstrætis og Veltusunds. Og að það hafi verið tveir menn sem ráðust á hann.

Þá segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi vart verið hugað líf til að byrja með, en sé nú kominn úr lífshættu.