Lög­reglan á Suður­nesjum hefur núna til rann­sóknar mál barns sem var beitt of­beldi í skólanum af starfs­manni.

Fyrst var fjallað um málið á vef Vísis en þar segir að málið eigi upp­runa sinn í Gerða­skóla í Garði, Suður­nesja­bæ. Fram kemur í frétt Vísis um málið að for­eldrar barnsins hafi bæði lagt fram kæru á hendur starfs­manni skólans og gegn skólanum vegna þess að stúlkan var lokuð inni í svo­kölluðu „hvíldar­her­bergi“ gegn hennar vilja og án vitundar for­eldra hennar.

Úlfar Lúð­víks­­son, lög­­reglu­­stjóri hjá Lög­­reglunni á Suður­­nesjum, stað­­festir í sam­tali við Frétta­blaðið að slíkt mál sé til rann­­sóknar hjá em­bættinu en vildi ekki stað­festa hvar það væri en sagði þetta eina slíka málið til rann­sóknar hjá em­bættinu . Það hafi verið það um nokkra stund en að hann sjái fram að það styttist í að rann­sókn ljúki.

„Ég held að rann­sókn gangi vel og get lítið annað sagt um það,“ segir Úlfar.

Kennari og þrír starfsmenn kærðir

Frétta­blaðið hefur undan­farið fjallað um inni­lokanir barna og sagði ný­verið frá öðru svipuðu máli en for­eldrar barns á höfuð­borgar­svæðinu hafa kært einn kennara og þrjá starfs­menn skóla á höfuð­borgar­svæðinu vegna inni­lokunar barnsins.

Þá hefur um­boðs­maður Al­þingis að­stæður barna sem eru skilin frá sam­nem­endum sínum til skoðunar. Em­bættið óskaði eftir upp­lýsingum frá fjórum sveitar­fé­lögum og mennta­mála­ráðu­neytinu. Eitt sveitarfélagaganna, Hafnarfjörður, fékk frest til að safna upp­lýsingum og skila um miðjan mánuð.

Vil­helm­ína Ósk Ólafs­dóttir, skrif­stofu­stjóri á sviði frum­kvæðis­mála og OP­CAT, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að em­bættið hafi ekki sér­stak­lega óskað upp­lýsinga um að­skilnað nem­enda eða inni­lokanir í Suður­nesja­bæ en að em­bættið geti, þegar allir hafa skilað sínum gögnum, óskað eftir upp­lýsingum frá fleiri sveitar­fé­lögum byggt á á­bendingum

„Nei, við erum ekki búin að því enn þá. Við bíðum eftir þeim svörum sem við erum þegar búin að óska eftir og tökum svo á­kvörðun um næstu skref grund­vallaðar á þeim svörum og svo öðrum upp­lýsingum sem við fáum,“ segir Vil­helm­ína og að það geti verið á­bendingar eða um­fjöllun fjöl­miðla.

Hún segir að þeim hafi borist nokkur fjöldi á­bendinga eftir að þau fóru af stað í at­hugun sína og að það sé ekki úti­lokað að þau leiti fanga víðar.