Innlent

Rannsaka meint mansal og milli- göngu um vændi

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu snemma á laugardag með húsleitum á tíu stöðum þar á meðal á skemmtistaðnum Shooters, lúta að skattalagabrotum og vændisstarfsemi.

Staðurinn var innsiglaður eftir húsleit um helgina. Fréttablaðið/Alla

Skemmtistaðurinn Shooters er einn þeirra staða þar sem lögregla gerði húsleit í umfangsmiklum aðgerðum sínum að morgni laugardags. Farið var í átta húsleitir og tíu manns yfirheyrðir í þágu rannsóknarinnar.

Rannsóknin er unnin í samstarfi við Skattrannsóknarstjóra og beinist að skipulagðri brotastarfsemi samkvæmt tilkynningu lögreglu, sem verst að öðru leyti allra frétta. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur rannsóknin að skattalagabrotum, ætluðu mansali og milligöngu um vændi. 

 Shooters er í eigu Kristjáns Georgs Jósteinssonar sem er einn þriggja ákærðra í innherjasvikamáli tengdu Icelandair.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing