Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu rann­sakar nú hvort að skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggerts­sonar, borgar­stjóra Reykja­víkur. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þar segir að málið sé litið mjög al­var­legum augum. Beinist rann­sóknin meðal annars að því hvort skot­vopn hafi verið notað við verknaðinn.

Eins beinist hún að því hvort málið tengist skemmdum sem unnar voru á hús­næði Sam­fylkngarinnar í Sól­túni í Reykja­vík í síðustu viku.

Segir í til­kynningunni að ekki sé hægt að veita frekari upp­lýsingar að svo stöddu. Frétta­blaðið hefur ekki náð tali af Degi vegna málsins.