Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú viðurkenningu bandarískra flugmálayfirvalda á Boeing 737 MAX vélunum. Hópur bandarískra verkfræðinga sem starfar fyrir þarlend flugmálayfirvöld og fyrir Boeing sögðu um helgina að Boeing hafi gert lítið úr áhyggjum varðandi öryggi MCAS kerfisins svo fyrirtækið gæti komið vélunum á markað áður en Airbus, helsti keppinautur þeirra, setti á markað nýja flugvél. 

MCAS kerfið er það sem talið er hafa bilað og leitt til þess að bæði þota Ethiopian Airlines og Lion Air hröpuðu. Báðar vélarnar hröpuðu stuttu eftir flugtak. Í báðum flugslysum létust allir farþegar og starfsfólks vélanna. 

Verkfræðingarnir halda því einnig fram að bandarísk flugmálayfirvöld hafi leyft Boeing að framkvæma mikið af öryggisprófunum sjálf og hafi flugmálayfirvöld víða um heim byggt samþykki sitt á samþykki bandarískra yfirvalda og viðurkenningu þeirra á öryggi vélanna. 

Teymi franskra rannsakenda hefur komist að því að „augljós líkindi“ eru með flugslysinu í Eþíópíu í síðustu viku og flugslysinu í október þar sem þota Lion Air hrapaði. Báðar þoturnar voru af gerðinni Boeing 737 MAX. Eftir að hafa rannsakað flugrita vélanna hafa rannsakendurnir komist að því að augljós líkindi séu sem verði könnuð nánar í rannsókn slyssins. 

Sjá einnig: „Augljós líkindi“ með flugslysunum tveimur

Í báðum tilvikum er líklega um að ræða bilun í kerfi flugvélanna, svokölluðu MCAS kerfi. Kerfið gerir sjálfkrafa breytingar á stöðu flugvélarinnar til að halda jafnværi á henni. En að skynjarar í vélinni hafi fengið vitlausar upplýsingar sem hafi neytt vélina niður. 

Frönsk flugmálayfirvöld, BEA, greindu frá því að niðurstöður úr skynjurum beggja véla væru svipaðar. Vélarnar eru enn kyrrsettar um allan heim. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa greint frá því að líklega muni það taka marga mánuði að uppfæra hugbúnaðinn til að koma í veg fyrir að MCAS kerfið haldi áfram að bila með þessum hætti. 

Greint er frá á Wall Street Journal, RT og Guardian.