Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar fimm líkamsárásarmál sem áttu sér stað um helgina. Tvær þessara árása teljast alvarlegar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar segir jafnframt að lögreglan hafi farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis.

Fram kemur að mikið hafi verið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tólf innbrot voru tilkynnt til lögreglu, sex í fyrirtæki og sex í bifreiðar. Þá kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til í allnokkur skipti vegna þjófnaðs í verslunum. Þar var fatnaði, snyrtivörum og matvælum stolið.

Auk þess var tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu.