Eigin­kona og dóttir ís­lenska mannsins sem smitaður er af CO­VID-19 kóróna­veirunni eru nú til rann­sóknar á­samt fleiri ein­stak­lingum en maðurinn hafði verið á skíða­ferða­lagi í Norður Ítalíu með fjöl­skyldu sinni og öðrum. Verið er að rekja við hverja maðurinn hafði verið í samneyti við.

Líkt og greint hefur verið frá veiktist maðurinn stuttu eftir að hann kom heim þann 22. febrúar en hann hafði verið utan skil­greinds hættu­svæðis. Maðurinn ekki al­var­lega veikur en sýnir dæmi­gerð ein­kenni sjúk­dómsins og er nú í ein­angrun á Land­spítalanum.

„Eins og við höfum greint frá áður þá eru á­kveðnar á­ætlanir í gangi um hvað muni gerast núna, við erum búin að greina þennan sjúk­dóm og nú þurfum við að finna þá ein­stak­linga sem hugsan­lega hafa smitast,“ sagði Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, á blaða­manna­fundi vegna veirunnar í dag.

„Við vitum ekki um fleiri til­felli utan Reykja­víkur eða utan höfuð­borgar­svæðisins.“