Alma Möller, land­læknir, sagði á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að þörf væri á frekari rann­sóknum á auka­verkunum bólu­efnis AstraZene­ca áður en haldið verður á­fram með bólu­setningar.

Sér­­­fræðinga­­nefnd Lyfja­­stofnunar Evrópu, EMA, komst að þeirri niður­­­stöðu á fimmtu­dag í síðustu viku að bólu­efni AstraZene­ca væri virkt og öruggt en ekki hefur verið sannað að tengsl séu á milli bólu­­setningar með bólu­efninu og til­­­kynningar um blóð­tappa.

Ýmsar Evrópuþjóðir, þar á meðal Ís­land, höfðu tíma­bundið stöðvað notkun bólu­efnisins vegna slíkra til­­­kynninga en í kjöl­far niður­stöðu EMA héldu sumar þeirra á­fram bólu­setningu, þar á meðal Þýska­land, Frakk­land og Spánn.

Heil­brigðis­yfir­völd hér á landi hafa á­kveðið að rann­saka málið betur í sam­vinnu við hin Norður­löndin áður en bólu­setningum með AstraZene­ca verður haldið á­fram. Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, og Alma Möller, land­læknir, funduðu í gær með nor­rænum kollegum sínum um rann­sókn á mögu­legum auka­verkunum.

„Rann­sóknin lýtur að því að safna gögnum um grunn­tíðni þessarar sjald­gæfa sjúk­dóma. Hins vegar eru þær þjóðir þar sem þessi til­felli hafa komið upp að rann­saka þau sér­stak­lega. Þau hafa safnað sínu besta fólki til að sinna þessu. Í fram­haldinu verður leitast við að meta hvort á­hættan sé mis­munandi eftir til dæmis aldri og kyni og það yrði grunnur að á­kvörðun um á­fram­haldandi notkun,“ sagði Alma á upp­lýsinga­fundinum í dag.

Nýjar rann­sóknir AstraZene­ca í Banda­ríkjunum benda til þess að virkni bólu­efnisins sé meiri hjá ein­stak­lingum yfir 65 ára aldri, eða um 80%. Að­spurður um hvort þær niður­stöður kalli á breytingar á fyrir­komu­lagi bólu­setninga hér á landi sagði Þór­ólfur:

„Já, það er akkúrat það sem við erum að skoða núna með Norður­löndunum er það getum við virki­lega fundið hóp sem er ekki í á­hættu fyrir að fá þessar auka­verkanir og notað þá bólu­efnið hjá þeim. Það er til­gangurinn að við viljum náttúru­lega lág­marka þessa á­hættu eins mikið eins og mögu­legt er.“