Innlent

Rang­eygðir þing­menn skila Barna­spítalanum 64.000 krónum

Verslunar­skóla­neminn Erlingur Sig­valda­son segir nokkuð á reiki hvernig á­góðinn af sölu Hins rang­eygða almanaks skiptist eftir að að­stoðar­maður Sig­mundar Davíðs Gunn­laugs­sonar sendi honum og Stundinni tóninn. Sér­stök góð­gerðar­ein­tök skila Barna­spítala Hringsins 64.000 krónum.

Verslunarskólaneminn Erlingur Sigvaldason segir misvísandi skýringar aðstoðarmanns formanns Miðflokksins hafa valdið óheppilegum misskilningi í kringum Hið rangeygða almanak.

Verslunarskólaneminn Erlingur Sigvaldason gaf í vor út Hið rangeygða almanak. Ágóðinn af sölu hefðbundinna eintaka rennur í útskriftarferðasjóð verslunarskólanema en sala á sérstökum, árituðum eintökum rennur óskert til Barnaspítala Hringsins.

Erlingur segir þetta hafa verið nokkuð á reiki eftir að Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, gagnrýndi Erling og Stundina harðlega fyrir frétt um að treglega hafi gengið að fá Sigmund Davíð til þess að greiða fyrir sitt áritaða góðgerðareintak.

Jón hafi blandað ferðasjóðum og góðgerðarverkefninu saman á „misvísandi hátt“ sem hafi komið óheppilega út og hann hafi fengið þónokkrar fyrirspurnir í kjölfarið.

Sjá einnig: Aðstoðarmaður Sigmundar segir Stundina snúa útúr

Jón sagði í yfirlýsingu, eða hugleiðingu eins og hann kallaði það á Facebook, að Erlingur hafi lagt hart að formanni Miðflokksins „að árita dagatal sem hann hugðist selja og gefa ágóðann til góðgerðarmála.“ Jón lét þess síðan getið að einhver „hluti af sölu þessara dagatala fór að vísu í að fjármagna útskriftarferð.“

„Það virðist ekki koma nógu skýrt fram hvernig sölunni á dagatölunum sé háttað þar sem að mér hafa borist þónokkrar fyrirspurninr í tengslum við góðgerðareintökin,“ segir Erlingur og segir útskýringar Jóns misvísandi og óheppilegar. Málið sé þannig vaxið að „í vor þá gaf ég út Hið rangeygða almanak sem fékk góðar undirtektir og hafa hátt í 300 eintök farið af þeim.

Salan á hefðbundnum eintökum fer í útskriftarferðarsjóðinn og fara þau á 1500 krónur stykkið sem er sanngjarnt verð fyrir veglegt A3 dagatal og heimsendingu.“

Hins vegar hafi síðan verið seld sérstök góðgerðareintök þar sem allir rangeygðu stjórnmálamennirnir í dagatalinu árituðu myndirnar af sér. Erlingur segir þessi eintök hafa selst fyrir 64.000 krónur sem hann muni afhenda Barnaspítala Hringsins óskipt í næstu viku.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Að­stoðar­maður Sig­mundar segir Stundina snúa útúr

Innlent

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Innlent

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Auglýsing

Nýjast

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Segir Pelosi að fara varlega

Elsti maður heims látinn 113 ára

Auglýsing