Range Rover er bíll sem breytist ekki oft og mikið en þegar það gerist eru það fréttir fyrir bílaunnendur. Hann hefur verið við lýði í hálfa öld og kemur nú í sinni fimmtu kynslóð. Þó að ytra útlit hans virðist vera meira í áttina að hægri þróun er ekki sama sagan um innihaldið, en bíllinn kemur nú í fyrsta skipti í tengiltvinnútgáfu og með sjö sæta möguleika. Hann er fyrsti bíll Land Rover sem byggður er á nýja MLA Flex undirvagninum. Sá undirvagn getur bæði nýtt sér brunahreyfla, tengiltvinnútfærslur og rafdrif eingöngu. Þess vegna verður nýr rafdrifinn Range Rover kynntur árið 2024.

Fimmta kynslóðin, fyrsti Range Rover-jeppinn með sjö sæta möguleika í lengri útgáfu bílsins. Sú útgáfa er með 200 mm lengra hjólhafi en hefðbundin gerð hans. Að sögn Bjarna Þ. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Land Rover, mun bíllinn kosta frá 28 milljónum króna. „Bensínútgáfan verður nærri 30 milljónum en tengiltvinnútgáfan kemur ekki fyrr en með 2023 árgerðinni og liggur því verð ekki fyrir á honum,“ segir Bjarni.

Meðal nýjunga í innréttingu er stór 13,1 tommu upplýsingaskjár með Amazon Alexa og Spotify ásamt Apple CarPlay og Android Auto.

Um tvær tengiltvinnútgáfur verður að ræða, og eru það P440e og P510e sem báðar byggja á sömu sex strokka línuvélinni. Báðar verða með 38,2 kWst raf hlöðu og 141 hestaf la rafmótor en bensínvélin verður með forþjöppu og í tveimur af lútfærslum. Skilar sú af lminni 434 hestöf lum og 620 Nm togi en sú af lmeiri 503 hestöf lum og togi upp á 700 Nm. Sá bíll er 5,7 sekúndur í hundraðið og nær 140 km hraða í rafdrifinu eingöngu. Báðar útgáfurnar munu geta ekið allt að 100 km á hleðslunni og mun hann geta hlaðið á allt að 50 kW hleðslustöð. Í hefðbundinni heimahleðslu tekur um fimm klukkustundir að fullhlaða bílinn.

Fleiri útgáfur verða í boði með mildri tvinntækni en sú aflminnsta er þriggja lítra dísilvél sem skilar 296 hestöflum. Sex strokka bensínvélin verður 394 hestöf l en einnig verður 4,4 lítra V8 vél með 523 hestöfl í húddinu og 750 Nm tog. Sá bíll verður aðeins 4,6 sekúndur í hundraðið. Allar útgáfur verða með átta þrepa sjálfskiptingu og lággír.