Karlmaður réðst á kassastarfsmann í gær og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla í gær.
Lögreglunni barst tilkynning um ránið klukkan 19.36 í gærkvöld og fór beint á vettvang, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Árásaraðilinn hafði þá flúið af vettvangi á bifreið en lögreglan sá hana skömmu síðar og hófst þá eftirför lögreglu.
Eftirför lögreglunnar endaði með umferðaróhappi í Kópavogi en þá hafði ökumaðurinn og árásaraðilinn ekið utan í að minnsta kosti tvær bifreiðar, engin slys urðu á fólki.
Ökumaðurinn virti engar reglur, ók á miklum hraða og sums staðar á móti umferð. Hann var handtekinn af lögreglunni og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og fleira samkvæmt dagbók lögreglu.
Á vef Vísis er greint nánar frá málinu.