Rampur númer 200 í verk­efninu Römpum upp Ís­land var tekinn form­lega í notkun í Hamra­borg í Kópa­vogi í dag.

Undan­farnar vikur hefur verið unnið að því að rampa upp Hamra­borgina en lögð er á­hersla á það í verk­efninu að setja rampa við staði þar sem mann­líf er mikið og bæta að­gengi hreyfi­hamlaðra að þjónustu, verslun og veitinga­húsum.

„Vígslan fór fram við hús­næði Reynis bakara í Hamra­borg og tóku þeir bræður Henry og Þor­leifur Reynis­synir á móti gestum,“ segir í til­kynningu frá Kópa­vogs­bæ.

Þar kemur fram að Valdimar F. Valdimars­son hafi tekið að sér form­lega opnun á rampinum, en Valdimar, sem vinnur í grennd við Hamra­borgina, á bæjar­skrif­stofum Kópa­vogs, fer ferða sinna í hjóla­stól og nýtur góðs af bættu að­gengi í götunni, rétt eins og aðrir hreyfi­hamlaðir.

Þús­und rampar verða settir upp á næstu fjór­um árum á land­inu öllu í verk­efninu Römpum upp Ís­land sem hef­ur þann til­­­gang að greiða að­­gengi hreyfi­hamlaðra að þjón­ustu, af­­þrey­ingu og þátt­töku og stuðl­ar þannig að auknu jafn­rétti allra.

Stofn­að­ur var sjóð­ur með að­komu fyr­ir­­tækja og að­ila sem stend­ur straum af kostn­aði fyr­ir versl­un­ar- og veit­inga­húsa­eig­end­ur.

Fram kemur í til­kynningunni að ramparnir séu sett­ir upp í góðu sam­­starfi eig­enda bygg­inga og skipu­lags­yf­ir­valda í hverju sveit­ar­­fé­lagi. Har­ald­ur Þor­­leifs­­son stjórn­andi hjá Twitter og stofn­andi hönn­un­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Ueno, er hvata­mað­ur verk­efnis­ins.