Innlent

Ráð­leggur fólki að kyssa peninga og lofar skjótum gróða

Á­hrifa­valdur og lífs­þjálfari ráð­leggur fólki að kyssa peningana sína. Sam­fé­lags­miðlar fóru á hliðina í kjöl­farið.

Alda hefur vakið mikla athygli og umræðu, nú síðast fyrir umdeild fjármálaráð.

Alda Karen Hjaltalín, sem stútfyllti Eldborg með fyrirlestri sínum í fyrra, hefur tröllatrú á jákvæð áhrif þessa að kyssa peninga og sýna þeim þakklæti. Netverjar hafa ýmist gert þessi lífsráð Öldu að spotti, eða ausið hana lofi.

Alda Karen vakti mikla athygli í fyrra þegar henni tókst að troðfylla stærsta hljómleikasal landsins með námskeiði sínu, Life Masterclass. Hún heldur nú úti ráðgjafarþjónustunni AK Consulting, en hóf ung að aldri störf sem sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp. Ghostlamp er fyrirtæki sem sérhæfir sig í beitingu svokallaðra áhrifavalda, fólk sem hefur marga fylgjendur á samfélagsmiðlum, í markaðsskyni.

Snýst um að sýna þakklæti

Í samtali við Fréttablaðið segir hún að kossaflensið sé vottur um þakklæti. „Þetta tengist lífslyklunum mínum en það eru viss lífsráð sem ég gef. Þetta snýst um það að þú laðar að þér það sem þú heldur að þú eigir skilið,“ segir Alda í samtali við Fréttablaðið í dag. „Ég var að vinna alveg brjálæðislega mikið og átti samt mjög erfitt með að safna peningum. Mér fannst ég þurfa að sannfæra sjálfan mig um að ég ætti peninga skilið svo mér datt í hug að taka 500-kall úr veskinu mínu og kyssti hann og þakkaði honum fyrir að vera í veskinu mínu.“

Í kjölfarið segir Alda að henni hafi borist millifærslur úr hinum óvæntustu áttum og segir að fylgjendur hennar hafi sambærilega sögu að segja. „Ég sagði frá þessu í Hörpu í fyrra og síðan þá hef ég fengið yfir 100 skilaboð frá fólki sem gerði þetta. Fólk hefur síðan sagt mér að það hafi unnið í happdrætti og borist allskonar millifærslur eftir það,“ heldur Alda áfram.

Alda segir að margir fylgjendur sínir beri peningakossum söguna vel.

Hún segir að þetta eigi auðvitað ekki bara við um peninga, heldur í raun hvað sem er. „Ég ráðlegg fólki sem er í leit af ástinni til dæmis að prenta út mynd af pari sem það lítur upp til, kyssa myndina og þakka parinu fyrir að hafa fundið ástina. Í grunninn snýst þetta um að sýna hlutum þakklæti sem þú vilt fá inn í líf þitt og sannfæra heilann þinn um að þú eigir þessa hluti skilið,“ segir Alda. „Þetta er bara eitthvað sem mér datt í hug og virkar svona sjúklega vel,“ bætir hún við.

Best að sækja pening í hraðbanka

Aðspurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af sýklum og öðrum óhreinindum sem kunna að leynast á peningaseðlum og öðrum myntum segir Alda að hægt sé að nálgast nýja og hreina seðla í hraðbönkum. „Flestir fara í hraðbanka og taka út pening. Einhverjir hafa spurt mig hvort það sé í lagi að kyssa kreditkort, en ég mæli ekki með því. Ég veit ekki alveg hverju þú værir að sýna þakklæti ef þú kyssir kreditkort,“ segir Alda og hlær.

Eins og áður segir hefur mikil umræða skapast á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum vegna ráðgjafar Öldu Karenar. Brot af því besta og fyndnasta má sjá hér fyrir neðan.

Þann 18. janúar næstkomandi heldur Alda framhaldsfyrirlestur á Life Masterclass námskeiði sínu. Áhugasamir geta tryggt sér miða hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fangelsismál

Slagsmál á Litla-hrauni tilkynnt til lögreglu í dag

Innlent

Sekt fyrir að virða ekki lokanir við Hrafns­eyrar­heiði

Innlent

„Enginn skilinn eftir“ á alþjóðlega Downs-deginum

Auglýsing

Nýjast

Þriggja daga þjóðar­sorg: Allt að 200 látin

FBI tekur nú þátt í að rannsaka Boeing 737 MAX

Brexit mögulega frestað til 30. júní

Efling kallar eftir því að bílstjórar standi saman óháð félagi

Sögð tengjast rann­­sókn CIA á barna­­níðs­efni í svika­­pósti

Fresta falli sements­strompsins vegna veðurs

Auglýsing