Ríkið hefur varið 5,1 milljörðum króna í viðgerðir á tímabilinu 2015 til 2020 vegna viðgerða, niðurrifs og endurbyggingar af völdum leka, rakavandamála, rakaskemmda og myglu.

Langstærsti hluti af þessum kostnaði hefur farið í Landspítalann, rúmlega 4,3 milljarðar. Einnig hafa 415,9 milljónir farið í viðgerðir á 29 ríkiseignum og 319, 4 milljónir í Háskóla Íslands.

Þetta þýðir að ríkið hefur varið milljarði á ári vegna myglu.

Úr skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra

Opinberir strafsmenn leita til trúnaðarlæknis

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps á fasteignum ríkisins, samkvæmt beiðni frá Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata og fleiri alþingismönnum.

Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps á fasteignum ríkisins.

Halldóra Mogensen spurði ráðherra hvað væri vitað um áhrif á heilsu starfsfólks til lengri og skemmri tíma.

Í skýrslu ráðherra kemur fram að á hverju ári leita að meðaltali 20 starfsmenn á vegum hins opinbera til trúnaðarlæknis Landspítala vegna einkenna sem þeir telja vera vegna rakavanda eða myglu í starfsumhverfi þeirra.