Áhyggjur af fordómum gagnvart hinsegin fólki í Barselóna hafa aukist eftir hrinu af hrottafengnum árásum í borginni.

Undir lok síðasta mánaðar var ráðist á tvö hinsegin pör með þeim afleiðingum að einn maður þurfti að gangast undir aðgerð á andliti. Tvær aðrar ótengdar árásir gegn hinsegin fólki áttu sér stað sama dag.

„Við lifum á tímum þar sem öfgahægriöfl ala á hatri sem mörg ungmenni taka til sín með hræðilegum afleiðingum,“ sagði Eugeni Rodríguez, formaður eftirlits gegn gegn hómófóbíu í Barselóna, um málið.