Þingmaðurinn og ráðherrann Julie Genter, sem situr fyrir Græningjaflokkinn á Nýja-Sjálandi, vakti athygli á Instagram um daginn þegar hún birti mynd af sér á leiðinni á spítalann á hjóli. Genter var þá ófrísk en hún eignaðist barnið síðar um daginn.

„Það er komið að því, óskið okkur góðs gengis!“ skrifaði hún í færslunni og bætir við að það hafi ekki verið pláss í bílnum. Genter er ráðherra yfir málefnum kvenna í nýsjálensku ríkisstjórninni en hún gegnir einnig embætti aðstoðarsamgönguráðherra og hefur talað opinberlega fyrir því að fólk leggi einkabílnum og ferðist á vistvænni máta.

Ekki er langt síðan Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands eignaðist barn. Með því varð hún annar þjóðhöfðinginn í sögunni til þess að eignast barn í embætti.

Genter fer nú í þriggja mánaða fæðingarorlof, líkt og lög kveða á um í landinu.