Nýja Sjáland

Ráð­h­err­ann hjól­að­i á spít­al­ann til að fæða

Ný­sjá­lenski þing­maðurinn og ráð­herrann Juli­e Genter vakti at­hygli á Insta­gram um daginn þegar hún birti mynd af sér á leiðinni á spítalann á hjóli. Genter var þá ó­frísk en hún eignaðist barnið síðar um daginn.

Julie Genter á leiðinni á spítalann. Instagram/Julie Genter

Þingmaðurinn og ráðherrann Julie Genter, sem situr fyrir Græningjaflokkinn á Nýja-Sjálandi, vakti athygli á Instagram um daginn þegar hún birti mynd af sér á leiðinni á spítalann á hjóli. Genter var þá ófrísk en hún eignaðist barnið síðar um daginn.

„Það er komið að því, óskið okkur góðs gengis!“ skrifaði hún í færslunni og bætir við að það hafi ekki verið pláss í bílnum. Genter er ráðherra yfir málefnum kvenna í nýsjálensku ríkisstjórninni en hún gegnir einnig embætti aðstoðarsamgönguráðherra og hefur talað opinberlega fyrir því að fólk leggi einkabílnum og ferðist á vistvænni máta.

Ekki er langt síðan Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands eignaðist barn. Með því varð hún annar þjóðhöfðinginn í sögunni til þess að eignast barn í embætti.

Genter fer nú í þriggja mánaða fæðingarorlof, líkt og lög kveða á um í landinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

Innlent

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Innlent

Hundruð hermanna æfa í Sandvík

Auglýsing

Nýjast

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Til­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Ástarsamband Berta og Árna vekur deilur

Auglýsing