Nýja Sjáland

Ráð­h­err­ann hjól­að­i á spít­al­ann til að fæða

Ný­sjá­lenski þing­maðurinn og ráð­herrann Juli­e Genter vakti at­hygli á Insta­gram um daginn þegar hún birti mynd af sér á leiðinni á spítalann á hjóli. Genter var þá ó­frísk en hún eignaðist barnið síðar um daginn.

Julie Genter á leiðinni á spítalann. Instagram/Julie Genter

Þingmaðurinn og ráðherrann Julie Genter, sem situr fyrir Græningjaflokkinn á Nýja-Sjálandi, vakti athygli á Instagram um daginn þegar hún birti mynd af sér á leiðinni á spítalann á hjóli. Genter var þá ófrísk en hún eignaðist barnið síðar um daginn.

„Það er komið að því, óskið okkur góðs gengis!“ skrifaði hún í færslunni og bætir við að það hafi ekki verið pláss í bílnum. Genter er ráðherra yfir málefnum kvenna í nýsjálensku ríkisstjórninni en hún gegnir einnig embætti aðstoðarsamgönguráðherra og hefur talað opinberlega fyrir því að fólk leggi einkabílnum og ferðist á vistvænni máta.

Ekki er langt síðan Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands eignaðist barn. Með því varð hún annar þjóðhöfðinginn í sögunni til þess að eignast barn í embætti.

Genter fer nú í þriggja mánaða fæðingarorlof, líkt og lög kveða á um í landinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Sá grun­­sam­­legan bíl á ferð við heimili Hagen hjónanna

Bílar

Dýrasti Mustanginn fór á 267 milljónir

Erlent

Morðið á Grace Millane: Ákærði neitar sök

Auglýsing

Nýjast

Þrjú börn köfnuðu ofan í frysti­kistu

BMW Group seldi 142 þúsund rafvædda bíla á síðasta ári

Sjúkrabíll komst ekki að heimili fárveiks manns

Rafflug innan fimmtán ára

Bitcoin notuð í Hvíta-Rússlandi

Kalt og slæm færð í dag

Auglýsing