Gera verður ráð fyrir því að áframhaldandi hlýnun á Íslandi, sem líklega mun nema um 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldar, muni hafa verulegar afleiðingar fyrir náttúrufar og samfélag hér á landi. Þetta er ein af meginniðurstöðum skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi sem kynnt var í gær.

Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðu mála hér á landi en nefndin tekur saman þær miklu breytingar sem orðið hafa hér á landi undanfarna áratugi samhliða hnattrænum breytingum á veðurfari. Þessar breytingar munu halda áfram með áframhaldandi loftslagsbreytingum.

Áhrifin eru margþætt en taka meðal annars til landriss vegna þynningar jökla, hækkandi sjávarstöðu, landnáms nýrra og oft skaðlegra tegunda og súrnunar sjávar. Í skýrslunni er bent á að mikilla breytinga gæti nú í hafinu umhverfis Ísland. Súrnun sjávar er örari í Íslandshafi en að jafnaði í heimshöfunum og því líklegt að neikvæð áhrif súrnunar á lífríki og vistkerfi sjávar komi fyrr fram á íslenskum hafsvæðum.

Jafnframt geta loftslagsbreytingar aukið hættu á náttúruvá eins og vatnsflóðum og ofanflóðum, eldgosum vegna aukinnar kvikuframleiðslu og gróðureldum.

„Sú hlýnun sem orðið hefur á síðustu árum, sem er sambland af náttúrulegri uppsveiflu og gróðurhúsahlýnun, hefur haft gríðarleg áhrif á náttúrufar landsins,“ segir Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar. „Áframhaldandi hlýnun mun hafa áframhaldandi áhrif. Við getum hins vegar stillt af hlýnunina og ákveðið með alþjóðasamfélaginu hversu mikið við losum af gróðurhúsalofttegundum. Ef allt fer á versta veg þá hverfa allir jöklar á Íslandi og sjávarborðið hækkar, en ef við stillum losun í hóf verða áhrifin minni. Stærri jöklar hér á landi gætu lifað af þó svo að smájöklarnir séu dauðadæmdir.“

Skýrsluhöfundar ítreka að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um aðlögunarþörf vegna þessara breytinga. Ólíkt nágrannaþjóðum sé ekki til landsáætlun í þeim efnum.

„Það verða loftslagsbreytingar og við verðum að geta aðlagast til að koma í veg fyrir að þær séu að valda okkur óþarfa tjóni. Það er það sem aðlögun snýst um,“ segir Halldór og nefnir sem dæmi undirbúning fyrir sjávarstöðubreytingar með tilliti til skipulags á lágsvæðum og að veitukerfið getið tekist á við það mikla álag sem fylgir aukinni úrkomu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ríkisstjórnina vinna samkvæmt aðgerðaáætlun um mótvægisaðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samfélög vítt og breitt um heiminn þurfi hins vegar að huga að aðlögun.

„Í framhaldi af skýrslunni munu stjórnvöld vinna aðlögunaráætlun fyrir Ísland eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar, þar sem meðal annars er litið til hækkunar sjávarborðs, flóðahættu, skriðufalla, náttúruvár og fleiri atriða,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég legg áherslu á að aðlögun þarf að haldast í hendur við mótvægisaðgerðir, enda geta sumar aðgerðir þjónað bæði því að draga úr losun og mæta aðlögun, til dæmis aukinn gróður og endurheimt mýrlendis.“

Guðmundur Ingi segir skýrsluna staðfesta fyrri vitneskju um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi. „Áhrif á samfélag og efnahag okkar geta orðið umtalsverð. Kannski er súrnun sjávar eitt stærsta áhyggjuefnið, en hún er örari við Íslandsstrendur en að jafnaði í heimshöfunum, en aðrir þættir eins og breytt úrkomumynstur, flóðahætta, skriðuföll og aukin náttúruvá eru einnig viðfangsefni sem við þurfum að takast á við.“

Jafnframt geta loftslagsbreytingar aukið hættu á náttúruvá eins og vatnsflóðum og ofanflóðum, eldgosum vegna aukinnar kvikuframleiðslu og gróðureldum.

„Sú hlýnun sem orðið hefur á síðustu árum, sem er sambland af náttúrulegri uppsveiflu og gróðurhúsahlýnun, hefur haft gríðarleg áhrif á náttúrufar landsins,“ segir Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar. „Áframhaldandi hlýnun mun hafa áframhaldandi áhrif. Við getum hins vegar stillt af hlýnunina og ákveðið með alþjóðasamfélaginu hversu mikið við losum af gróðurhúsalofttegundum. Ef allt fer á versta veg þá hverfa allir jöklar á Íslandi og sjávarborðið hækkar, en ef við stillum losun í hóf verða áhrifin minni. Stærri jöklar hér á landi gætu lifað af þó svo að smájöklarnir séu dauðadæmdir.“

Skýrsluhöfundar ítreka að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um aðlögunarþörf vegna þessara breytinga. Ólíkt nágrannaþjóðum sé ekki til landsáætlun í þeim efnum.

„Það verða loftslagsbreytingar og við verðum að geta aðlagast til að koma í veg fyrir að þær séu að valda okkur óþarfa tjóni. Það er það sem aðlögun snýst um,“ segir Halldór og nefnir sem dæmi undirbúning fyrir sjávarstöðubreytingar með tilliti til skipulags á lágsvæðum og að veitukerfið getið tekist á við það mikla álag sem fylgir aukinni úrkomu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ríkisstjórnina vinna samkvæmt aðgerðaáætlun um mótvægisaðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samfélög vítt og breitt um heiminn þurfi hins vegar að huga að aðlögun.

„Í framhaldi af skýrslunni munu stjórnvöld vinna aðlögunaráætlun fyrir Ísland eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar, þar sem meðal annars er litið til hækkunar sjávarborðs, flóðahættu, skriðufalla, náttúruvár og fleiri atriða,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég legg áherslu á að aðlögun þarf að haldast í hendur við mótvægisaðgerðir, enda geta sumar aðgerðir þjónað bæði því að draga úr losun og mæta aðlögun, til dæmis aukinn gróður og endurheimt mýrlendis.“

Guðmundur Ingi segir skýrsluna staðfesta fyrri vitneskju um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi. „Áhrif á samfélag og efnahag okkar geta orðið umtalsverð. Kannski er súrnun sjávar eitt stærsta áhyggjuefnið, en hún er örari við Íslandsstrendur en að jafnaði í heimshöfunum, en aðrir þættir eins og breytt úrkomumynstur, flóðahætta, skriðuföll og aukin náttúruvá eru einnig viðfangsefni sem við þurfum að takast á við.“