Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR vill að Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar verði annar vara­for­seti Al­þýðu­sam­bandsins, ASÍ. Þetta stað­festi hann í hlaðvarpinu Helga-spjall.

Ragnar til­kynnti síðast­liðinn fimmtu­dag að hann ætli að bjóða sig fram til for­seta ASÍ á næsta þingi sam­bandsins sem fer fram dagana 10. til 12. októ­ber.

Enginn hefur lýst yfir mót­fram­boði gegn Ragnari, en Kristján Þórður Snæ­björns­son, vara­for­seti ASÍ hefur gegnt starfi for­seta eftir að Drífa Snæ­dal sagði af sér.

Ragnar sagði í hlað­varpinu að hann vildi Sól­veigu, Kristján Þórð og Vil­hjálm Birgis­son, for­mann Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Starfs­greina­sam­bandsins með sér sem varaforseta.