Ragnar Þór Péturs­son, for­maður Kennara­sam­bands Ís­lands, sækist ekki eftir endur­kjöri sem for­maður sam­bandsins. Frá þessu er greint í til­kynningu frá sam­bandinu en hann tók við sem for­maður árið 2018.

Kjör­tíma­bil formanns er fjögur ár og fara for­manns­skipti fram á þingi sam­bandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að skila inn fram­boði til formanns KÍ rennur út 4. októ­ber næst­komandi og verður gengið til kosninga 2. nóvember.

„Þegar ég bauð mig fram var staða skóla­mála mjög við­sjár­verð. Á­huga­lítill mennta­mála­ráð­herra hafði tekið við af ráð­herra sem taldi það sér til tekna að taka á­kvarðanir án sam­ráðs við og í and­stöðu við kennara­stéttina. Skóla­um­bóta­plágan var orðin sí­fellt á­gengari, stúdentar snið­gengu kennara­nám og hags­muna­aðilar réðu ferðinni í stað sér­fræðinga. Það var byrjað að molna hratt undan kennara­stéttinni,“ segir Ragnar Þór í yfir­lýsingu sem fylgir til­kynningunni.

Ragnar Þór þegar hann tók við sem formaður árið 2018.
Fréttablaðið/Anton Brink

Hann segir að núna, fjórum árum síðar, sé staðan betri.

„Mennta­mála­ráð­herra hefur sinnt mála­flokknum mun betur en for­verarnir og af ó­líkt meiri virðingu fyrir kennurum. Á mikil­vægum stundum hefur ráð­herrann staðið með og sett traust sitt á kennara þegar slíkt var alls ekki sjálf­sagt. Sam­band KÍ við helstu hag­aðila er miklu sterkara en það var. Sam­tök kennara hafa í auknum mæli á­hrif og erindi. Búið er að gera mjög ná­kvæmar og trú­verðugar greiningar á mörgum af þeim kerfis­lægu hindrunum sem gert hafa okkur erfitt um vik að að þróa hér það skóla­starf sem við verð­skuldum. Á grunni þeirra er verið að hanna lausnir sem margar munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Grund­vallar­hlut­verk kennara sem leið­toga í lær­dóms­sam­fé­laginu er búið að lög­festa. Það er lykil­at­riði. Al­þingi hefur loks tekið sam­eigin­lega á­byrgð á mennta­málum með sam­eigin­legri þings­á­lyktunar­til­lögu. Kominn er fjör­kippur í kennara­námið og starfs­þróun hefur öðlast áður ó­þekkta og betri um­gjörð í nánu sam­starfi aðila.“