Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, var í dag kjörinn for­maður Lands­sam­bands ís­lenzkra verzlunar­manna (LÍV) á fundi sem fram fór hjá sam­bandinu í há­deginu. RÚV greinir frá

Guð­brandur Einars­son sagði upp sem for­maður LÍV í morgun eftir að sam­bandið sleit við­ræðum við Sam­tök at­vinnu­lífsins hjá ríkis­sátta­semjara. Hann segir að VR og LÍV hafi ekki átt sam­leið frá því Verslunar­manna­fé­lag Suður­nesja (VS) sam­þykkti að ganga inn í VR ný­verið. 

„Veru­­legur meiningar­munur er á milli mín og for­svars­manna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjara­­samnings­­gerð og þar sem ég hef á­­kveðið að þyggja ekki starf hjá VR, þrátt fyrir boð þar um, tel ég eðli­­legt að ég stigi úr stóli formanns Lands­­sam­bands ís­­lenskra verslunar­manna á þessum tíma­­punkti,“ sagði Guð­brandur.

Félagsmenn LÍV eru 35 þúsund talsins innan tólf félaga og deilda. Þeirra á meðal er VR langstærst en smærri félög innan sambandsins hafa að undanförnu sameinast VR, þar á meðal VS.