Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar og Læknirinn í eldhúsinu, segir óhætt að fullyrða að Covid-19 faraldurinn hafi breyst í færslu á Facebook-síðu sinni.

Í færslunni veltir Ragnar Freyr upp ýmsum vangaveltum varðandi faraldurinn.

Að sögn Ragnars Freys er Omíkron-afbrigðið vægara afbrigði sem smitast eins og enginn sé morgundagurinn.

„Fáir leggjast inn sem hlutfall af smituðum. Fáir lenda á gjörgæslu,“ segir Ragnar Freyr meðal annars í færslu sinni og spyr hvernig framhaldið verður.

„Er vit í því að framkvæma öll þessi PCR próf? Á að mestu leyti frísku fólki sem hefur litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu?“ heldur Ragnar Freyr áfram og bendir á að PCR prófin séi ekki ókeypis. „Ætli kostnaðurinn sé ekki á bilinu 50-100 milljónir á dag.“

Ragnar Freyr spyr hvort það væri ekki nær að beina fjármagninu inn á spítalann, til að byggja hann upp til að takast á við veikindin. Hvort það væri sniðugra að prófa að skima bara þá sem eru í áhættuhópi og vakta þann hóp sérstaklega.

„Þurfum við að endurhugsa nálgun okkar?

Horfa lengra fram á veginn?“ spyr Ragnar Freyr í lokin.