Ragnar Arnalds, fyrr­verandi ráð­herra, er látinn, 84 ára að aldri.

Greint er frá and­láti Ragnars í Morgun­blaðinu í dag.

Ragnar var mennta­mála- og sam­göngu­ráð­herra 1978–1979 og fjár­mála­ráð­herra 1980–1983. Hann var kjörinn þing­maður Sam­fylkingar og fyrir það Al­þýðu­banda­lagsins.

Eftir­lifandi eigin­kona Ragnars er Hall­veig Thor­la­cius brúðu­leikari en þau eiga tvær dætur saman, þær Guð­rúnu og Helgu.

Ragnar lærði til stúdents­prófs í MR og fór svo í nám í bók­menntum og heim­speki við sænska há­skóla. Eftir það lauk hann lög­fræði­prófi frá Há­skóla Ís­lands.

Ragnar var for­maður Al­þýðu­banda­lagsins frá 1968 til 1977 en auk þess kemur fram á vef Al­þingis að hann hafi verið for­maður þing­flokksins þó­nokkur þing.

Ragnar sinnti öðrum störfum fyrir þing­störf en kenndi til dæmis við Flens­borg, Gagn­fræða­skóla og við Gagn­fræða­skólann við Lauga­læk. Þá var hann einnig settur skóla­stjóri við barna- og ung­linga­skólann í Varma­hlíð í Skaga­firði áður en hann var svo skipaður ráð­herra 1972.

Á vef Al­þingis kemur einnig fram að hann hafi samið nokkur leik­rit og verið rit­stjóri tíma­ritanna Frjáls þjóð, Dag­fari og Ný út­sýn.

Ragnar á fundi Heimssýnar um Evrópusambandið árið 2010.
Fréttablaðið/Valli
„Mín einkasérviska er einfaldlega þannig að ég syndi 800 metra á hverjum degi, tek lýsi og þamba tvo lítra af vatni á dag,“ sagði Ragnar í viðtali við Fréttablaðið árið 2005 þegar hann var spurður hvernig hann haldi heilsu.
Fréttablaðið/GVA
Í pontu er Jóhanna Sigurðardóttir en að baki hennar situr Ragnar.
Fréttablaðið/Pjetur