Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði af­skipti af og hand­tók mann í annar­legu á­standi í hverfi 105 klukkan sex í gær­kvöldi. Hann var vistaður í fanga­geymslu og fannst raf­stuð­byssa í fórum hans. Byssan var hand­lögð og maðurinn verður kærður fyrir brot á vopna­lögum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Nokkur af­skipti voru höfð af öku­mönnum í gær­kvöldi, fyrir akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna og í­trekaðan akstur án öku­réttinda. Einn öku­maður keyrði á kyrr­stæðan bíl og var grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis.

Einn öku­laga­brjótur var gómaður klukkan 04:20 í gærnótt þegar hann ók í veg fyrir lög­reglu­bíl í stæði í hverfi 105. Bíllinn var númera­laus og ó­tryggður og öku­maður var grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna, í­trekaðan akstur sviptur öku­réttindum, vörslu fíkni­efna og brot á lyfja­lögum. Far­þegi í bílnum náði að komast undan.

Skömmu eftir klukkan þrjú í nótt var maður hand­tekinn grunaður um vörslu fíkni­efna og brot á vopna­lögum. Af­skipti voru höfð af manni á heimili hans í Kópa­vogi þar sem hann var grunaður um fram­leiðslu fíkni­efna. Efni og búnaður voru hand­lögð. Kona var flutt á bráða­deild eftir að hafa dottið af hest­baki en ekki er vitað um á­verka.